Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011

Föstudagur 13. maí 2011 - Í kennslustund hjá Guðna

Ég hef, á síðustu dögum, verið að lesa bók eftir hann Guðna Gunnarsson ropeyoga-frömuð, sem heitir Máttur viljans.

Í bókinni, allavegana þangað sem ég er kominn á þessari stundu, er egóið miðpunkturinn ... og það ekki af góðu enda mesti spillir lífshamingju og ánægju sem fyrirfinnst.

Guðni ræðir um hvernig egóið sem hann reyndar kallar réttilega "skortdýrið" kvartar og kveinar, gagnrýnir og hræðir.  Það heldur "húsbónda" sínum í heljargreipum í mörgum tilfellum gegnum allt lífið ... sparkar í hann liggjandi hvað eftir annað.

Það þekkja þetta allir ... þessa rödd sem maður "heyrir" innra með sér ... röddin sem lætur mann svo sannarlega kenna á því þegar manni verður á í messunni, reynir að draga úr manni kjarkinn á örlagastundu, klappar manni ofurlítið á bakið þegar maður hefur lokið góðu verki eiginlega bara til þess eins að geta stuttu síðar sagt að frammistaðan hafi svo sem verið ágæt en nú verði að halda áfram. Og svo framvegis ...

Ef egóið byggi ekki innra með manni heldur væri önnur manneskja holdi klædd ... þá er alveg á hreinu að sú manneskja yrði sett út fyrir útidyrnar ... einfaldlega vegna þess að hún væri of leiðinleg til að hafa nálægt sér. 

En svo einföld lausn stendur ekki til boða ...

---

Til að takast á við egóið, segir Guðni að mikilvægt sé að "taka ábyrgð á lífi sínu" ... taka ákvarðanir um þá hluti sem skipta mann máli, finna tilgang með gjörðum sínum og hafa skýr markmið.  Að horfast í augu við það að maður er á þeim stað sem maður er, vegna þess að maður valdi að fara á þann stað.  Vilji maður eitthvað annað þá þarf maður að velja eitthvað annað. 

Hann talar líka um mikilvægi fyrirgefningarinnar og þá sérstaklega að fyrirgefa sjálfum okkur fyrir allar barsmíðarnar sem egóið sem býr innra með okkur, hefur staðið fyrir.

Þá er mikilvægur hlutur að dæma ekki aðra, enda er enginn með þá yfirsýn sem þarf til að geta dæmt aðra ... áhugaverður punktur þetta ;) .

--- 

Ég tek þennan boðskap Guðna alvarlega ... enda finnst mér hann allrar athygli verður.  

Ég hef t.d. einblínt á dóma mína ... og komist að því að ég er dómharður.  Sem ég reyndar hélt að ég væri ekki.  En jú, ég er dómharður.
Og þess vegna hef ég ákveðið að taka klukkustund og klukkustund þar sem ég leyfi mér ekki að dæma aðra ...

... og þvílíkur léttir!!

Það sem nefnilega gerist er að þegar maður hættir að dæma aðra, þá hættir maður að hafa áhyggjur af því að aðrir séu að fella dóma um mann sjálfan. Maður hættir að vera hræddur og maður hættir því að fóðra egóið.

---

Ég hef líka tekið hraustlega á ákvörðunum mínum.  Ég hef hingað til haldið að ég væri alltaf með allt undir minni stjórn ... en þegar ég rýni í það, þá er nú bara annað upp á teningnum.

Ég hef nefnilega verið "þræll" vinnu síðustu misseri ... þar sem vinnan stjórnar tíma mínum en ekki öfugt.

Vinnutarnir á hverjum degi sem teygja sig upp í 14 - 15 klst og nánast allt annað situr á hakanum.  Öll þau viðfangsefni sem mig langar að fást við fá lítinn sem engan tíma, s.s. vera með Laugu, Guddu og stubb, söngur, vatnslita- og akrýlmálun, gítarspil, útivist og svona mætti áfram telja. 

Ég er nefnilega illa haldinn af "þegar-veikinni" ... sem lýsir sér þannig að "þegar ég er búinn að þetta þá ætla ég að gera þetta".  Þessi veiki er stórhættuleg og mikill ánægju-spillir.

---

Ég er að fara í uppskurð á mínu lífi ... ég ætla að fara að ráðum Guðna og "taka ábyrgð á lífi mínu". 

Og ég hvet alla til að gera hið sama ... sérstaklega þá sem stunda þann blekkingarleik að telja sig "taka fulla ábyrgð á sínu lífi".

Í flestum tilfellum er vandalaust að fletta ofan af þeim blekkingum ...   


Fimmtudagur 12. maí 2011 - Myndbönd

Það er langt síðan ég skaut síðast saman í video ... þannig að ég ákvað að gera tvö í kvöld ... eitt fyrir Júróvision og eitt eftir ...
 
Annars fannst mér Júróvision skemmtileg í kvöld ... 
 
 
Þetta myndband hér sýnir kostulegar athafnir dótturinnar ...  
 
 
 
Nú er orðið svo hroðalega áliðið hér í Svíþjóð að best er að fara að sofa ... 

Þriðjudagur 10. maí 2011 - Mikil færsla þurrkast út

Ég var búinn að skrifa lærða grein hér á bloggið í kvöld ... 

... rak mig svo í einhvern takka og allt datt út ...

Ég ætla ekki að pirra mig á því ...

 

Fari það í f*****g kolað!!!

 

Set inn mynd frá því 10. maí 2010 ... feðginin á hótelherbergi í Kraká í Póllandi.

 

Óvænt að Ísland skyldi komast áfram í Eurovision ... ég var hreint hlessa ...

24°C, sól og hæg gola í Uppsala í dag ... verður ekki betra ... 


Mánudagur 9. maí 2011 - Hlutirnir ganga smurt

Veðrið var afskaplega notalegt í dag hér í Uppsala ... sól og skafheiður himinn ... hiti um 23°C.

Þetta er lífið ... sannarlega eftirsóknarvert eftir þennan massífa vetur hér í Svíþjóð.

---

Hlutirnir ganga smurt ... Tani H hagar sér eins og engill og Guddan fær ótal hugmyndir sem hún hikar ekki við að hrinda í framkvæmd hratt og örugglega.

Hún hefur mikið verið að kanna hvernig efni í fljótandi formi hagar sér ... og er búin að hella niður svona 200x sinnum á síðustu þremur dögum.  Í eitt skiptið lét hún eplasafa gossa ofan á fartölvuna hennar Laugu ... og núna virkar 50% af lyklaborðinu.

Það eru fleiri tilraunir í gangi ... t.d. að sulla í eldhúsvaskinum og helst þannig að allt sé undirlagt.

Já, Guddan lætur hafa fyrir sér og vel það ... sem er bara gaman :) .

 

Athafnakonan Guðrún borðar kodda og les Andrés Önd

---

Svo er náttúrulega gaman að velta fyrir sér hversu lík blessuð börnin eru ... þau virðast nú nokkuð lík ef eitthvað er að marka þessa fyrstu daga ...

Guddan leit svona út þann 10. júní 2008

 

Stubbur leit svona út 6. maí 2011

Já, þetta verður fróðlegt ...

 


Laugardagur 7. maí 2011 - Fyrsta vikan að baki

Þá er vika liðin síðan litli stubbur kom í heiminn og þessir síðustu dagar hafa eiginlega bara runnið saman í einn ... þar sem fókusinn er á litla stubb og stóra stubb.

Eins og áður hefur komið fram hefur stóri stubbur verið með hitavellu alla vikuna ... sem hefur fjölgað viðfangsefnunum talsvert og aukið flækjustigið.  En hver hefur svo sem sagt að þetta ætti eitthvað að vera einfalt og fyrirhafnarlaust?

Annars verð ég bara að segja að litli stubbur hefur verið alveg ótrúlega vær og meðfærilegur miðað við aldur.  Auðvitað er álagið heldur meira Laugu megin en mín en þetta gæti nú verið 1.000.000x verra.

GHPL hefur einnig sýnt sínar allra bestu hliðar, bæði verið samvinnufús og skilningsrík ... þó svo kastast hafi í kekki endrum og eins. Það eru nú heldur engar ládeyður hér á heimilinu, þannig að stöku sprettir við og við er það skiljanlegasta í öllum heiminum ;) .


Þessi var tekin af litla stubb í gær.


Guddan vildi endilega prófa rúmið sem sá stutti sefur í. Reyndar er það svo að rúmið var upphaflega keypt handa henni en hún hefur aldrei viljað neitt vita af þessari mublu ... ja ... fyrr en nú ...

Annar hlutur sem GHPL hefur ekki viljað neitt vita af, fyrr en nú, er þessi ágæti bleiki koppur.  Nú er hann notaður í hvert mál ...


Svo kíktu Sverrir, Jóndi og Dana til okkar í heimsókn ... "Hann er jafnléttur og kókflaska", sagði Jóndi eftir að hafa haldið að stubb í smástund.

Guddunni datt það snjallræði í hug að líma límmiða á ennið á bróður sínum í gær.  Mér segir svo hugur um að þetta verði ekki í síðasta skiptið sem aðgerðir á borð við þessa verða framkvæmdar.  Á miðanum stendur "Fjarlægið flipann á baki bókar til að spila".


Miðvikudagur 4. maí 2011 - Lesið í Tana H

Dagurinn í dag svolítið léttari en dagurinn í gær ...

... við erum aðeins að átta okkur betur á Tana H. Það tekur auðvitað svolítinn tíma að lesa í hann ...


Pilturinn tekinn í meðferð í morgun ... sú meðferð skilaði mikilvægum upplýsingum ...

Annars er hann mjög þægilegur myndi ég segja ... engin endalaus öskur og gól, meira svona kvart inn á milli.

Guddan stendur sig alveg feykilega vel. Það er fróðlegt að sjá hvernig hún er að tæklar tilvist bróðursins.
Satt að segja vorkenni ég henni ... enda hlýtur að vera erfitt að sjá einhvern smátitt ráðast inn í ríkið og allt í einu þarf að hliðra til og bíða. Mér finnst stundum eitthvað svo átakanlegt að þurfa að neita henni eða hlusta á Laugu neita henni um eitthvað sem hingað til hefur ekkert verið neitt mál.

Guddan hefur af og til brugðist við þessu með smá mannalátum en í flestum tilfellum tekur hún þessu með miklu jafnaðargeði.

En mér finnst þetta dæmi um GHPL vera langsamlega vandasamasta verkefnið í þessu ferli.


Þriðjudagur 3. maí 2011 - Allt í gangi

Það er óhætt að segja að sonurinn hafi verið sérlega iðinn við kolann í dag ... sjálfsagt búinn að drekka svona 10 lítra og móðirin farin að verða ofurlítið þreytt ;) ...

Nóttin var skrautleg ... Lauga vakti mig upp kl. 4.30 til að tilkynna mér að ég yrði að fara með GHPL á neyðarmóttökuna vegna þess að hún væri komin með svo hræðilega hálsbólgu. 

"Jæja" hugsaði ég meðan ég var vakna ... "þetta er nú gæfulegt ... strephtokokka-sýking í einu rúmi og nýfætt barn í næsta ... þetta er alveg úrvals blanda!!  Hvað hafði hún borðað? Hvað hafði hún gert??"
Lauga hringdi nokkur símtöl til að kanna hvað gera skyldi og fékk þær niðurstöður að koma kl. 7.  Plan var sett upp ... og ég lagðist aftur upp í rúm ...

Stuttu seinna kom Lauga aftur: "Hólí mólí ... ég gleymdi að skila skattframtalinu ... fresturinn rann út á miðnætti ..."

Þögn.

"Jæja, Lauga mín ... ég held að þetta sé orðið gott í bili ...

Stuttu síðar vaknaði Guddan ... og varð að fara fram í stofu þar sem Lauga var með stubb ...

Svo eru hlutirnir frekar mikið í þoku en allavegana þá gerðust þau stórmerki að öll vandamálin leystust á einu bretti ...  

"Heyðu Bobbi ... ég held að Guddan sé ekkert svona slæm, hún er búin að hósta þessu öllu upp ... já og ég er búin að skila skattframtalinu"

Allar heimsins áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu ...

Kannski ekkert mjög skýr saga en endirinn var svo dásamlega góður að ég varð bara að setja hér inn til að hún gleymdist ekki.

---

Þegar ég kem fram í stofu nokkru síðar ... er GHPL að bjóða bróður upp á rúsínur ... lítið gekk þannig að hún át bara rúsínurnar sjálf (sjá mynd).

Eftir rúsínuátið var rokið fram í eldhús og náð í súkkulaðikex og boðið upp á slíkt ...

Súkkulaðikexkakan endaði svona ... stuttu síðar ...

Sem "álegg" í síma GHPL ...

---

Mér fannst það mjög fyndin tilhugsun að Guðrún væri að verða stóra systir ... ekki síst í ljósi þess hversu lítið stór hún er ...

... en skoðun mín á þvi hefur gjörbreyst ...

... því ég hef aldrei séð eitt barn vaxa jafnmikið á jafnstuttum tíma ... allt í einu er dóttirin orðin afskaplega mannaleg og stór ... mjög skrýtið :)

Og það sem meira er ... það hefur ekkert örlað á afbrýðissemi enn sem komið er ... þvert á móti hefur hún verið mjög upptekin af "litla barninu" og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.

Og hér er stubbur síðdegis í stofunni ...

---

Svo eru margir að velta fyrir sér hvort systkinin séu lík ... hér er eitt sýnishorn ...

Lík eða ekki?? ;)


Akademiska Sjukhuset Uppsala 30. apríl 2011


Royal Prince Alfred Hospital Sydney 7. júní 2008

---

Guðrún fékk aðeins að skrifa á tölvuna í dag. Þegar svoleiðis háttar fær hún að láta gamminn geysa í tómu Word-skjali.

Í dag tókst henni að gera eitthvað ótrúlegt í Word-forritinu og ég spurði hana: "Bíddu nú við ... hvernig fórstu nú eiginlega að þessu?"

Svarið var stutt og laggott: "Bara fikta!!" Hún leit sigri hrósandi á mig. 

---

Skrapp út í búð í dag ... og keypti meðal annars klósettpappír ...

... sá þá að klósettpappírsframleiðandinn LAMBI kids prentar slagorðið "soft and fun" á umbúðirnar hjá sér ...

Hvað pælingar skyldu búa þar að baki?!?


Mánudagur 2. maí 2011 - Myndirnar komnar í hús

Það var nú orðið tvísýnt um að systkinin myndu hittast í fyrsta skiptið á þessum sólarhringnum.  Það hafðist klukkan rétt fyrir hálfellefu í kvöld.

Guddan var rétt nýsofnuð þegar hringt var ... og hún spratt upp eins og stálfjöður ...

Málið er nefnilega að það var ekki hægðartregða í fröken G. sem orsakaði hitann í gær því í morgun voru enn nokkrar kommur. Það þýddi enginn leikskóli og engin heimsókn á spítalann.

Við feðginin vorum heima og mæðginin á spítalanum ...

En nóg um það ... hér eru nokkrar myndir ...


30. apríl - Fyrsta myndin sem tekin var af blessuðum drengnum ...


30. apríl - Á vigtinni ... 2840 grömm


30. apríl - Kominn með húfuna ...


1. maí - Með húfuna ...


1. maí - Húfan að detta af ...


1. maí - Mæðginin á stofu 24


2. maí - Spekingslegur ...


2. maí - Enn spekingslegur ...

Svo fóru hlutirnir að gerast ...

Syd var afar tortrygginn þegar "Jónatan Heimir" (hér eftir Tani H) mætti á svæðið. Gaut augunum til skiptis á móðurina og bróðurinn.

Það var útskýrt fyrir GHPL að Tani H. þyrfti að fá mjólk að drekka.  Þá rauk Guddan fram og hnippti í mig ... "Mjólk, mjólk!"
Ég gaf henni mjólk í glas ... og þá gekk hún beint með glasið til móður sinnar og Tana H. og gaf bendingar um að mjólkin í glasinu ætti að fara ofan í stubbinn.  Tók það alls ekki í mál að svo mikið sem dreypa sjálf á mjólkinni.

Þessi mynd sýnir einmitt þegar glasið var afhent ... svipurinn á Syd er mjög dæmigerður fyrir svipinn sem hefur verið á henni síðan bróðirinn kom heim.

En þetta atvik með mjólkina var móment!!!

Svona leit þetta út þegar síðast fréttist ...

 


Sunnudagur 1. maí 2011 - Stubbur kominn í heiminn

Þá er þetta um garð gengið ... afkomandinn kominn "út undir bert loft" eftir snarpa aðgerð í gærkvöldi.

Stubbur kom í heiminn kl. 22.21 að staðartíma, 49 cm langur og 2840 gr. Sumsé enginn risi en þó töluvert stærri en systirin ... og já ... þetta er strákur ...

Núna var auðvitað meiningin að setja myndir inn á síðuna af herranum en þá áttaði ég mig á því að myndavélin varð eftir niðri á sjúkrahúsi ... hmmmm ... :)

Þannig að ...

... myndirnar verða bara að bíða morgundagsins ... :)

Ég biðst velvirðingar á þessu glappaskoti mínu ...

--- 

Svo var búið að undirbúa komu Guddunnar á spítalann en þegar til kastanna kom hringdi Sverrir og sagði að hún væri komin með hitavellu.
Þá var öllum heimsóknum slaufað samstundis.

Síðar kom í ljós að sennilega hefur þetta hitaskot stafað af hægðartregðu, því um leið hún losnaði, datt hitinn niður og Guddan hresstist marktækt ...

... en það breytir því ekki að systkin hafa ekki enn hittst ...

Það mun þó gerast á morgun ef guð lofar.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband