Þriðjudagur 3. maí 2011 - Allt í gangi

Það er óhætt að segja að sonurinn hafi verið sérlega iðinn við kolann í dag ... sjálfsagt búinn að drekka svona 10 lítra og móðirin farin að verða ofurlítið þreytt ;) ...

Nóttin var skrautleg ... Lauga vakti mig upp kl. 4.30 til að tilkynna mér að ég yrði að fara með GHPL á neyðarmóttökuna vegna þess að hún væri komin með svo hræðilega hálsbólgu. 

"Jæja" hugsaði ég meðan ég var vakna ... "þetta er nú gæfulegt ... strephtokokka-sýking í einu rúmi og nýfætt barn í næsta ... þetta er alveg úrvals blanda!!  Hvað hafði hún borðað? Hvað hafði hún gert??"
Lauga hringdi nokkur símtöl til að kanna hvað gera skyldi og fékk þær niðurstöður að koma kl. 7.  Plan var sett upp ... og ég lagðist aftur upp í rúm ...

Stuttu seinna kom Lauga aftur: "Hólí mólí ... ég gleymdi að skila skattframtalinu ... fresturinn rann út á miðnætti ..."

Þögn.

"Jæja, Lauga mín ... ég held að þetta sé orðið gott í bili ...

Stuttu síðar vaknaði Guddan ... og varð að fara fram í stofu þar sem Lauga var með stubb ...

Svo eru hlutirnir frekar mikið í þoku en allavegana þá gerðust þau stórmerki að öll vandamálin leystust á einu bretti ...  

"Heyðu Bobbi ... ég held að Guddan sé ekkert svona slæm, hún er búin að hósta þessu öllu upp ... já og ég er búin að skila skattframtalinu"

Allar heimsins áhyggjur hurfu eins og dögg fyrir sólu ...

Kannski ekkert mjög skýr saga en endirinn var svo dásamlega góður að ég varð bara að setja hér inn til að hún gleymdist ekki.

---

Þegar ég kem fram í stofu nokkru síðar ... er GHPL að bjóða bróður upp á rúsínur ... lítið gekk þannig að hún át bara rúsínurnar sjálf (sjá mynd).

Eftir rúsínuátið var rokið fram í eldhús og náð í súkkulaðikex og boðið upp á slíkt ...

Súkkulaðikexkakan endaði svona ... stuttu síðar ...

Sem "álegg" í síma GHPL ...

---

Mér fannst það mjög fyndin tilhugsun að Guðrún væri að verða stóra systir ... ekki síst í ljósi þess hversu lítið stór hún er ...

... en skoðun mín á þvi hefur gjörbreyst ...

... því ég hef aldrei séð eitt barn vaxa jafnmikið á jafnstuttum tíma ... allt í einu er dóttirin orðin afskaplega mannaleg og stór ... mjög skrýtið :)

Og það sem meira er ... það hefur ekkert örlað á afbrýðissemi enn sem komið er ... þvert á móti hefur hún verið mjög upptekin af "litla barninu" og tekur hlutverk sitt mjög alvarlega.

Og hér er stubbur síðdegis í stofunni ...

---

Svo eru margir að velta fyrir sér hvort systkinin séu lík ... hér er eitt sýnishorn ...

Lík eða ekki?? ;)


Akademiska Sjukhuset Uppsala 30. apríl 2011


Royal Prince Alfred Hospital Sydney 7. júní 2008

---

Guðrún fékk aðeins að skrifa á tölvuna í dag. Þegar svoleiðis háttar fær hún að láta gamminn geysa í tómu Word-skjali.

Í dag tókst henni að gera eitthvað ótrúlegt í Word-forritinu og ég spurði hana: "Bíddu nú við ... hvernig fórstu nú eiginlega að þessu?"

Svarið var stutt og laggott: "Bara fikta!!" Hún leit sigri hrósandi á mig. 

---

Skrapp út í búð í dag ... og keypti meðal annars klósettpappír ...

... sá þá að klósettpappírsframleiðandinn LAMBI kids prentar slagorðið "soft and fun" á umbúðirnar hjá sér ...

Hvað pælingar skyldu búa þar að baki?!?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvurslags hvurslags! Vonandi er Guddan að hressast og ekki fleiri veikindi á dagskrá í bili.

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 20:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband