Miðvikudagur 4. maí 2011 - Lesið í Tana H

Dagurinn í dag svolítið léttari en dagurinn í gær ...

... við erum aðeins að átta okkur betur á Tana H. Það tekur auðvitað svolítinn tíma að lesa í hann ...


Pilturinn tekinn í meðferð í morgun ... sú meðferð skilaði mikilvægum upplýsingum ...

Annars er hann mjög þægilegur myndi ég segja ... engin endalaus öskur og gól, meira svona kvart inn á milli.

Guddan stendur sig alveg feykilega vel. Það er fróðlegt að sjá hvernig hún er að tæklar tilvist bróðursins.
Satt að segja vorkenni ég henni ... enda hlýtur að vera erfitt að sjá einhvern smátitt ráðast inn í ríkið og allt í einu þarf að hliðra til og bíða. Mér finnst stundum eitthvað svo átakanlegt að þurfa að neita henni eða hlusta á Laugu neita henni um eitthvað sem hingað til hefur ekkert verið neitt mál.

Guddan hefur af og til brugðist við þessu með smá mannalátum en í flestum tilfellum tekur hún þessu með miklu jafnaðargeði.

En mér finnst þetta dæmi um GHPL vera langsamlega vandasamasta verkefnið í þessu ferli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, þetta eru viðbrigði fyrir alla en eftir smá tíma finnst ykkur fáránlegt að þetta hafi einhverntíman verið eitthvað öðruvísi :) Og þó að Guðrún geti stundum verið óttalega mömmusjúk þá hefur mér sýnst hún vera að mestu laus við eigingirnina sem börn á þessum aldri sýna svo oft. Það hjálpar örugglega til.
Knús á línuna!

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 11:12

2 identicon

oh hvað ég skil ykkur -fannst þetta svo hrikalega erfitt líka í upphafi. Fannst sem ég væri alltaf að svíkja Konráð Breka einhvernvegin.....en trúið mér og tek þar með undir síðustu orð. Eftir smá tíma munið þið ekki muna hvernig þetta var áður en litli guttinn kom til sögunnar og gætuð ekki hugsað ykkur lífið án hans...bara eins og hann hafi einmitt verið púslið sem vantaði í myndina :)

Góða skemmtun við að uppgötva þetta nýja líf....þetta mun aðlagast fljótt og vel...muna bara að sofa og sofa og sofa þegar tækifæri gefst til! :=) og þá sérstaklega mamman!!!

KramS!

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 5.5.2011 kl. 21:42

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Takk kærlega fyrir hvatningarorðin :) .

Páll Jakob Líndal, 7.5.2011 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband