Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Hitt og þetta

Jæja, þá stígur maður aftur fram á ritvöllinn ...

... síðustu vikur hafa verið alveg geggjaðar ... mikil vinna og mikið fjör!

Dóttirin er alveg að springa út þessa dagana ... hún er núna farin að teygja hendurnar upp fyrir höfuð þegar hún er spurð hversu stór hún sé.
Þá á hún það til að kreppa hnefann þegar hún er spurð hversu sterk hún sé og svo klappar hún saman höndum til að fagna góðu verki ...

Eins og áður er hún afar bókhneigð, les allt það sem að henni er rétt, þó tvær bækur séu í meira uppáhaldi en aðrar ... það er bókin "Fyrstu orðin mín" og danska dýrabókin frá Maju.

Svo er hún ögn farin að myndast við að tala ... orðaforði þó nokkuð takmarkaður ...

Annars er ég frekar latur við þetta bloggerí í kvöld ... mun taka mig saman á næstu dögum og koma með bombur!!


Mættur aftur!

Síðustu misseri hafa verið meira en lítið annasöm og það er allt að gerast.  

Ég hef verið að vinna í aðalskipulagi Djúpavogshrepps myrkrana á milli og fer nú að sjá fyrir endann á þeirri vinnu.   Svo tók ég þátt í mótmælum í síðustu viku, fékk svolítið af táragasi yfir mig og fleira í þeim dúr.  Ekki ónýt upplifun það.

Svo hefur lestur átt töluvert upp á pallborðið hjá mér.

Því næst er það blessuð markþjálfunin sem ég er að stúdera.  Ég er á námskeiði hjá Matildu Gregersdóttur í markþjálfun ... alveg rosalega skemmtilegt!

Mæðgurnar hafa einnig fengið skerf tíma míns, sá tími hefði mátt vera svolítið meiri þó.

 

En allavegana þá er búið að starta febrúar þér á bloggsíðunni ... ég mætti eflaust hafa verið duglegri að skrifa upp á síðkastið, enda af nógu að taka ...

... þá er bara eitt að gera í því ... sem er að skrifa meira! 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband