Mánudagur 2. maí 2011 - Myndirnar komnar í hús

Það var nú orðið tvísýnt um að systkinin myndu hittast í fyrsta skiptið á þessum sólarhringnum.  Það hafðist klukkan rétt fyrir hálfellefu í kvöld.

Guddan var rétt nýsofnuð þegar hringt var ... og hún spratt upp eins og stálfjöður ...

Málið er nefnilega að það var ekki hægðartregða í fröken G. sem orsakaði hitann í gær því í morgun voru enn nokkrar kommur. Það þýddi enginn leikskóli og engin heimsókn á spítalann.

Við feðginin vorum heima og mæðginin á spítalanum ...

En nóg um það ... hér eru nokkrar myndir ...


30. apríl - Fyrsta myndin sem tekin var af blessuðum drengnum ...


30. apríl - Á vigtinni ... 2840 grömm


30. apríl - Kominn með húfuna ...


1. maí - Með húfuna ...


1. maí - Húfan að detta af ...


1. maí - Mæðginin á stofu 24


2. maí - Spekingslegur ...


2. maí - Enn spekingslegur ...

Svo fóru hlutirnir að gerast ...

Syd var afar tortrygginn þegar "Jónatan Heimir" (hér eftir Tani H) mætti á svæðið. Gaut augunum til skiptis á móðurina og bróðurinn.

Það var útskýrt fyrir GHPL að Tani H. þyrfti að fá mjólk að drekka.  Þá rauk Guddan fram og hnippti í mig ... "Mjólk, mjólk!"
Ég gaf henni mjólk í glas ... og þá gekk hún beint með glasið til móður sinnar og Tana H. og gaf bendingar um að mjólkin í glasinu ætti að fara ofan í stubbinn.  Tók það alls ekki í mál að svo mikið sem dreypa sjálf á mjólkinni.

Þessi mynd sýnir einmitt þegar glasið var afhent ... svipurinn á Syd er mjög dæmigerður fyrir svipinn sem hefur verið á henni síðan bróðirinn kom heim.

En þetta atvik með mjólkina var móment!!!

Svona leit þetta út þegar síðast fréttist ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Dæs!! Hann er dásamlegur!!! - og Lauga hefur ALDREI litið svona vel út!! Hún er gordjöss sæt þarna nýbúin að eiga...hvernig er þetta eiginlega hægt???!!! Ótrúlega manneskja.....

Meiri meiri meiri myndir! Þvilík Risa-knús á alla familíuna!! :)

Bestu kveðjur; Sigga Dóra og co.

Sigga Dóra (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 23:30

2 identicon

Æðislegar myndir! Lauga lítur frábærlega út, Tani H spekingslegur og mjög svo mannalegur og GHPL pínu efins og enn að átta sig á þessu öllu saman  Innilega til hamingju enn og aftur!

Stjóri (IP-tala skráð) 2.5.2011 kl. 23:49

3 identicon

Oooooo.... svo ótrúlega krúttlegt, sætt og dásamlegt! Ef maður verður ekki meir í hjarta og væminn þegar maður sér svona dásemd eins og þessi þrjú eru hvenær þá?? :) Ég er ekki frá því að Tani H. sé bara svolítið líkur Guddunni á sínum frystu dögum. Ástríkt knús á ykkur öll, þ.m.t. síðuhaldari.

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 10:03

4 identicon

Hann líkist nú Guddunni einnig töluvert á sínum þíðu dögum! Fyrirgefðu aulahúmorinn Helga mín

Stjóri (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 15:15

5 identicon

!!!

Abba (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 16:38

6 identicon

Híhíhí :)

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 18:36

7 identicon

Innilega til hamingju með fallega drenginn! Hann er heppinn að eiga svona góða stóra systur Gangi ykkur vel!

Anna Klara (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 20:46

8 identicon

Innilega til hamingju með litla prins.. æðislegar myndir!

Erna Guðrún St. (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 21:25

9 identicon

Hjartanlega til hamingju með þennan undurfallega pilt hann er dásamlegur eins og þið öll í fjölskyldunni reyndar

Sigrún og Nikki (IP-tala skráð) 3.5.2011 kl. 22:19

10 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kæru allir!!  Takk frábærlega fyrir þessar kveðjur ... þær eru æðislega skemmtilegar :)

Páll Jakob Líndal, 3.5.2011 kl. 22:44

11 identicon

Halló öll

Innilega til hamingju með drenginn - fréttaflutningur á Króknum er hægur og þessi frétt barst mér loks til eyrna í gær !! Hafið það sem best og hlakka til að sjá ykkur í sumar.

kveðja Heiða frænka á Króknum

Heiða (IP-tala skráð) 15.5.2011 kl. 14:10

12 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir fyrir :)

Páll Jakob Líndal, 15.5.2011 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband