Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009

Sögur af dótturinni

Fyrst verð ég að lýsa yfir miklum vonbrigðum með áhorfið á curling-videoið sem var í síðasta bloggi ... 5 áhorf á þennan stórmerkilega atburð?!?!  Og þar af er ég sjálfur búinn að horfa á það 4 sinnum!!
Þótt þetta sé ekki vinsælasta bloggsíða í heimi, þá eru nú fleiri en einn aðili búinn að heimsækja hana ... þannig að koma svo!!!

Jæja ... best að byrja á því að henda inn nokkrum myndum ...

Kleina borðuð í Skansinum by you.
Kleina borðuð á Skansinum í Stokkhólmi
Sydney gets a little refreshment at "Skansen" in Stockholm

Verði að glugga í enska orðabók eftir góða baðferð by you. 
Best að skoða enska orðabók eftir Richard Scarry eftir góða baðferð
Sydney skims through English Dictionary by Richard Scarry after having a nice bath.

Í kassa by you.
Einhver hefur hér sett dömuna í kassa!??
Somebody has put Miss Sydney in a box?!?

Beðið eftir símtali by you.
Hér bíður Guðrún eftir því að fá samband við ömmu sína á Sauðárkróki
Sydney waiting for a phone call from her grandma in Saudarkrokur

Hugsi by you.
Eitthvað að hugsa?
Thinking?

Fyrir nokkrum dögum náði dóttirin þeim merka áfanga að verða 11 mánaða ... sem út af fyrir sig er stórmerkilegur áfangi.

Þrátt fyrir þessi augljósu merkilegheit var lítið gert úr afmælinu, enda báðir foreldrar önnum kafnir við ólíka iðju.  Lauga keypti þó jarðarberjaís, til að fagna áfanganum ... en sá ís var ekki borðaður fyrr en 2 dögum eftir að afmælinu lauk.  Þá tók afmælisbarnið hraustlega til matar síns og át jarðarberjaís og hvítlauksbrauð með(?!?) ... og þótti gott.

Þessa dagana berst daman á hæl og hnakka við að standa í fæturna, og erum við Lauga föst sitt á hvað sem aðstoðarmenn þeirrar stuttu við þá iðju. 
Það þýðir lítið að "sussa" og reyna að ræða málin, ef ekki stendur til að veita aðstoð ... viðbrögðin eru á sömu leið ... mjög mikil sorg brýst fram.

Á hinn bóginn nær skemmtunin hámarki þegar farið er í eltingarleik ... þá er hlaupið í hringi hér í íbúðinni, inn á baðherbergi eða út á svalir.  Dótturinni finnst, eftir því sem best verður ráðið í atferli hennar, jafn skemmtilegt að vera elt og að elta.

Það sem er nú undarlegast við þetta allt saman er að telpan sýnir litla tilburði til þess að reyna að bjarga sér sjálf.  Hún þverneitar að setjast upp úr liggjandi stöðu án hjálpar og það sama gildir um að standa upp úr sitjandi stöðu. 
Svo tekur ekki mál að setjast úr standandi stöðu.  Þá þarf hreinlega að leggja hana marflata og pinnstífa á gólfið, þar sem hún svo liggur og gólar á hjálp.

Annað afar skemmtilegt er að láta hluti detta ... þá situr hún í hvíta IKEA-stólnum sínum og lætur allt það sem er á borðinu fyrir framan hana detta í gólfið.  Gildir einu hvort það eru bækur, leikföng, matur og drykkjarílát.  Allt skal þetta í gólfið, helst með miklum hvelli ... herlegheitunum er svo fylgt eftir með ofurlitlu orði ... "datt" ... svona til staðfestingar á hinni "óvæntu" atburðarrás.
Það má nefna að bókin "Bóbó bangsi í leikskólanum" bíður nú viðgerðar eftir að hafa fengið aðeins of margar flugferðir ...

Annars hefur helgin verið frekar róleg hjá okkur ... Lauga er að lesa fyrir vöðvafræðipróf, og ég sinni dótturinni af einstakri hæfni.  En vorið er komið og grundirnar gróa ...

P1010749 by you.

Svo er maður allur í myndböndunum ... og því set ég hér inn, eitt myndband af lífinu í aprílmánuði ...


Ofurlítið blogg frá Uppsala

Jæja, þá stekkur Múrenan fram úr fylgsni sínu ... hlutirnir ganga hreint glæsilega hér í Uppsala.

Í gær var til dæmis afar merkilegur dagur því þá skrapp ég í "curling" eða "krullu".  Í rauninni hélt ég að "krulla" yrði eitt af því síðasta sem ég myndi gera í þessu lífi ... en það reyndist ekki rétt hjá mér.

"Krulla" er, þvert á það sem ég hef hingað til haldið, alveg hrikalega skemmtileg og ekki baun fáránleg.  Það að sópa eins og óður maður, "meikar" bara mjög mikinn "sens", þegar maður úti á svellinu og vill að steinninn fari í áttina að miðjupunktinum.

Á laugardaginn skruppum við til Vasteras.  Tilgangur ferðarinnar var KISS Expo sem haldið var á vegum KISS Army Sweden.  Sérstakur gestur dagsins var Lydia Criss, fyrrum eiginkona Peters Criss trommuleikara KISS. 

Sydney Houdini hitti Lydiu og vildi endilega láta hana halda á sér, sem var auðsótt mál.  Meira að segja fór það svo að Lydia bauð henni að koma að heimsækja sig, þegar hún er orðin svolítið stærri ... Alveg merkileg hún Sydney ...

Sydney & Lydia Criss by you.
Sydney Houdini, Lydia Criss & one more at KISS Army Sweden Expo 2009 in Vasteras, Sweden.  Lydia is a former wife of KISS' drummer Peter Criss.

Þann 1. maí var okkur boðið í matarboð til Jónínu Hreinsdóttur, samstarfskonu Laugu á augndeildinni hér í Uppsala.  Þar var frábær matur og félagsskapurinn fyrsta flokks.

Og þann 30. apríl var Valborgardagurinn ... ansi hreint klikkað fyrirbæri, sem helst má líkja við "dimmisjón" heima á Íslandi.  Samt er þessi dagur ekkert líkur "dimmisjón".  Dagurinn byrjar á bátakeppni, þar sem hópur manna siglir á heimatilbúnum bátum niður Fyris-ána sem liggur um miðbæ Uppsala.
Svo taka bara við almenn hátíðarhöld, kampavínssjukk, húfuveifingar, böll, kórsöngur og allt þarna á milli.  Við nutum dagsins í fylgd "staðkunngura", þeirra Örnu og Karvels.  Um kvöldið var svo grill hjá "læknamafíunni" ... en í heild var þetta frábær dagur!

Að öðru að segja ... Lauga er eiginlega búin að ákveða að vera lengur hér í Uppsala en fyrstu plön okkar gerðu ráð fyrir.  Það mál er í nefnd, en ætti að segja eitthvað til um hvort okkur líkar að vera hér eða ekki.

Með höfuðklæði by you.

Árskort í líkamsrækt var keypt í dag ... á stúdentaafslætti ... já, útrunnið stúdentakort frá USyd, geysilegt "charisma" hjá undirrituðum og hress afgreiðslukona myndaði kokteil sem kom VISA-korti undirritaðs afar vel.  Spöruðust hátt í 10.000 kr.!!

Jæja, best að slá botninn í þetta ... læt hér myndband fylgja fyrir áhugasama ... Sydney Houdini í aðalhlutverki eins og stundum áður.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband