Laugardagur 11. maí 2013 - Á námskeiði

Á fimmtudagskvöld og allan föstudaginn var ég á mjög skemmtilegu námskeiði hjá Dale Carnegie. Um var að ræða undirbúningsnámskeið fyrir þjálfaranámskeið sem ég mun sitja í næstu viku.

Þetta er geysilega áhugaverð fræði og alveg hrikalega krefjandi. Í næstu viku mun mæta ástralskur þjálfari en svo skemmtilega vill til að ég var hjá honum á DC-námskeiði í Sydney fyrir rúmum fjórum árum.

Þegar ég kvaddi hann þá gerði ég nú ekkert sérstaklega ráð fyrir því að hitta hann aftur en svona er heimurinn nú lítill - nú er hann mættur til Íslands og við samstarf okkar heldur áfram hérna hinum má hnettinum.

Síðari hluti þessa dags og alveg fram á nótt hefur farið í undirbúning fyrir mánudagstímann og það verður sá undirbúningur áfram á dagskránni á morgun. Þetta er alveg hellingur af efni og krefjandi námskeið þannig að það er klárt mál að það þarf að undirbúa sig vel.

Og af því að klukkan er næstum því þrjú að nóttu þá slæ ég botninn í þetta núna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband