Sunnudagur 2. desember 2012 - Að flytja í þriðja skiptið á einu ári

Jæja, þá er fyrsti í aðventu þetta árið senn á enda kominn. 


Garðurinn hjá okkur - sama sjónarhorn kl. 12 á hádegi og 12 að miðnætti.

Við erum svona u.þ.b. í nákvæmlega sömu verkefnum og fyrir ári síðan, já og í því sama og fyrir hálfu ári ... þ.e. að pakka niður við fyrir flutning. 

Að pakka niður og flytja á svona sex mánaða fresti heldur manni alveg við efnið. Og ekki spillir það fyrir þegar sonurinn er með gubbupest ... hann hefur reyndar verið góður í dag en sýndi góða takta í gærmorgun og var síðan slappur frameftir öllum degi. Mig minnir að í fyrra á sama tíma hafi hann gleypt í sig hlaupabólu ... gæti samt skeikað nokkrum dögum ...

Það er búið að grisja töluvert mikið. T.d. fóru tveir svartir ruslapokar af notuðum barnafötum í gám í dag. Ekki slæmt að sjá eftir þeim fatnaði til þeirra sem geta haft gagn af honum.
Meira dót fer í endurvinnsluna á morgun.

Kassarnir lokaðir og samansúrraðir með límbandi hlaðast upp og bíða þess að komast í gám til Íslands. Markmiðið er samt að halda tölu þeirra innan við tíu.
Illa gengur hinsvegar að losa sig við þrjá hluti sem við viljum selja. Eftirspurnin eftir Galant skrifborðinu frá IKEA er engin - jafnvel þó búið sé að slá meira en 50% af upprunalegu verði. Og borðið er sem nýtt. Sama með barnarúmið úr IKEA. Nánast ónotað því hvorugt barnið kærði sig um að sofa í því. Æpandi þögn. Barnastóll er það þriðja. Og ekkert að gerast.

Á morgun lýkur pökkuninni og húsið verður þrifið hátt og lágt. Þrif eru hafin, t.d. rúður, já og helvítis ofninn. Það er nú meiri Kleppsvinnan að fást við þau ósköp. Ég hefði betur sleppt því að láta ostinn alltaf bráðna niður á "ofngólfið".  


Mæðgurnar eftir að hafa borðað köku rétt fyrir klukkan 10 í kvöld. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband