Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Föstudagur 29. apríl 2011 - Eitthvað að fara að gerast

Lauga fór í skoðun í morgun ... og var send þaðan beint niður á sjúkrahús ...

Svei mér þá ef afkomandi númer tvö verður ekki kominn "út undir bert loft" eftir um sólarhring.

Annars verður það bara að hafa sinn gang ...


Föstudagur 29. apríl 2011 - Eitthvað að fara að gerast

Lauga fór í skoðun í morgun ... og var send þaðan beint niður á sjúkrahús ...

Svei mér þá ef afkomandi númer tvö verður ekki kominn "undir bert loft" eftir um sólarhring.

Annars verður það bara að hafa sinn gang ...


Fimmtudagur 28. apríl 2011 - Gömul hraðasekt dúkkar upp - Guddan í stuði

Betra er seint en aldrei ... Hæstiréttur Kaliforníu í Bandaríkjunum, Santa Clara "útibúið" sendi bréf sem mér barst í dag.

Efni bréfsins var skuld í vanskilum ...

... hraðasekt frá 30. júlí 2003 ...

Eftir að hafa keyrt skammlaust í fjórar vikur þvert yfir Bandaríkin og lagt af baki rúmlega 9.000 km, voru aðeins eftir um 60 km til San Francisco, sem var endapunktur ferðalagsins, þegar mótórhjólalögga náði að spotta mig á 60 mílna hraða þar sem 50 mílur voru hámarkshraði.  Ég var að taka framúr vöruflutningabíl í brekku skammt frá San Jose.

... ég varð ekki glaður og lét lögguna hafa það óþvegið ... en þá Lauga tók til sinna ráða: "Bobbi, ef þú steinheldur ekki kjafti þá endar þú bara í "djeilinu"" Svo tók hún samtalið í sínar hendur á milli þess sem hún sagði við mig: "Hættu þessu röfli maður ... andskotinn er þetta eiginlega?!?!" ... eða eitthvað álíka ...

Jæja en allavegana ... þá er þessi sekt komin í leitirnar og mér settir afarkostir ... borga eða eitthvað verra ...

... það er ekki nokkur vafi á því að Kalifornía er fjárhagskröggum þessi misserin ... að grafa upp tæplega 8 ára gamla hraðasekt upp á $100, eyða svo tíma í að finna út hvar í veröldinni maður er niðurkominn og senda svo "vanskilabréf" yfir hálfan hnöttinn. Þeir eru sniðugir Kanarnir ...

Annars væri gaman núna að hafa myndina sem tekin var af mér skömmu eftir hraðasektina og birta hana hér á síðunni ...

---

Hér annars allt í fínu standi ...

... Guddan talaði þessi líka lifandis ósköp þegar við gengum heim af leikskólanum í dag.  M.a. sagði hún mér frá flugu sem hafði ratað inn á leikskólann.  Hún sagðist hafa hlaupið þegar hún sá fluguna fara upp í loftið og svo niður "bsssssssss". Heilmikið handapat fylgdi með. Svo var Gamli Nói allt í einu kominn á leikskólann og orðinn að miðpunkti í sögunni um fluguna.

Því næst tók hún að syngja Gamla Nóa.

Hún sagðist vilja fá djús þegar við kæmum heim og spurði svona 100x hvort mamma sín væri heima.  Þegar á reyndi var móðirin ekki heima þegar við komum og vonbrigðin leyndu sér ekki ... rétt komst hjá því að brynna músum ...

En hún fann út að gera þetta ...


Hárið bleytt í eldhúsvaskinum


Svona var nú ástandið eftir "hárþvottinn"

Þá var frökenin send í bað ... og þegar hún kom upp úr því ...


Leitað í dótakassanum


Svo var skroppið út á svalir og horft yfir næsta nágrenni   


Miðvikudagur 27. apríl 2011 - Ace Frehley 60-tugur og Scorpions

Scorpions - Rock you like a hurricane

Its early morning
The sun comes out
Last night was shaking
And pretty loud
My cat is purring
And scratches my skin
So what is wrong
With another sin
The bitch is hungry
She needs to tell
So give her inches
And feed her well
More days to come
New places to go
Ive got to leave
Its time for a show

Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane

My body is burning
It starts to shout
Desire is coming
It breaks out loud
Lust is in cages
Till storm breaks loose
Just have to make it
With someone I choose
The night is calling
I have to go
The wolf is hungry
He runs the show
Hes licking his lips
Hes ready to win
On the hunt tonight
For love at first sting

Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Rocked you like a hurricane

Its early morning
The sun comes out
Last night was shaking
And really loud
My cat is purring
It scracthed my skin
So what is wrong
With another sin
The night is calling
I have to go
The wolf is hungry
He runs the show
Hes licking his lips
Hes ready to win
On the hunt tonight
For love at first sting

Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am, rocked you like a hurricane
Here I am

Þetta er drengurinn að syngja þessa dagana ... söngkennarinn lagði þetta lag til ... og það er hrikalega gaman að fást við þetta.

Slagari frá hinum þýsku Scorpions sem kom út árið 1984 ...

 

--- 

Ace Frehley fyrrum gítarleikari KISS er sextugur í dag.  Ekki svo lítill áfangi hjá honum í ljósi lífernis hans í gegnum árin ... en karlinn hefur alltaf verið hressilega gefinn fyrir flöskuna.

Síðustu ár hefur hann þó haldið sér þurrum.

Ace Frehley hefur alltaf verið minn maður í KISS ... ótrúlega flippaður karakter og frábær gítarleikari ...

Þetta er frægasta lagið sem komið hefur úr hans smiðju ... New York Groove ... sem fór hæst í 13. sæti Billboard 100 listans í Bandaríkjunum 2. desember 1978 og sat á listanum í 21 viku.


Þriðjudagur 26. apríl 2011 - Áfanga náð

Jæja, það má eiginlega segja að í dag hafi nokkurs konar lokapunktur verið settur aftan við þá törn sem ég hef verið í síðustu vikur og mánuði ...

... en í dag flutti ég fyrirlestur og varði fyrsta hlutann í doktorsverkefninu mínu á umræðufundi (seminari) í Gävle. 

Og mér fannst það bara mjög skemmtilegt ...

Ég er jafnvel að spá í það að njóta þessa áfanga aðeins á morgun ... en svo hefst næsti áfangi sem verður heldur en ekki annasamur ... en alltént ... það er alltaf gaman að ná áfanga.

---

Þær mæðgur hef ég lítið hitt síðustu daga ... en þær hafa það bara fínt ...

Veðrið er líka rosalega fínt ... reyndar ekki eins fínt í dag eins og það hefur verið síðustu daga ... en samt fínt.

Nóg í bili ... best að leggja sig.


Sunnudagur 24. apríl 2011 - Páskadagur og fleira

Þessi páskadagur hefur verið kjaftfullur af vinnu.  Allur fyrriparturinn fór í að undirbúa fyrirlesturinn á þriðjudaginn og núna í kvöld hef ég verið að vinna að skýrslugerð vegna Landspítalarannsóknarinnar. Núna eru drög tilbúin.

Guddan hefur verið að gera það gott síðustu daga.

Í gærmorgun ákvað hún að skreppa ein fram í stofu meðan við Lauga vorum enn að vakna. Við heyrðum glögglega að dóttirin var eitthvað að bjástra þarna frammi en svo þagnaði allt.

"Það er grunsamlega hljótt í stofunni núna" sagði Lauga og ég ákvað að kíkja og sjá hvað væri í gangi.

Ég mætti Guddunni á ganginum og sú var heldur en ekki brúnaþung. "Ónei" sagði hún "Gí sulla, allt blautt!"  Á stofuborðinu blasti kassagítar dótturinnar við og þegar betur var að gáð var hann hálffullur af vatni. Auk þess hafði nokkrum eldhúsáhöldum (leikfangaeldhúsáhöldum) verið troðið ofan í kassann og þarna flutu þau um. 

Hvernig hafði þetta eiginlega gerst? Jú, sú stutta hafði, þegar hún skrapp fram, tekið með sér vatnsbrúsann sem hún hefur inn í svefnherbergi á nóttunni en hún á það til að vilja fá að drekka um miðjar nætur. Brúsinn hafði sumsé verið tæmdur ofan í gítarinn.

---

Í morgun var mikil gleði þegar GHPL tók upp sitt fyrsta páskaegg. Reyndar voru páskaeggin tvö ... annað frá ömmu og afa á Sauðárkróki og hitt, sem var óhefðbundara egg á íslenskan mælikvarða, frá Huldu frænku. Mæltust bæði eggin ákaflega vel fyrir.

Svo var málshátturinn að sjálfsögðu lesinn ... "margur gjörir verr en hann veit" ...

Eftir dálítið bardús við páskaeggið, þar sem hvert gúmmilaðið á eftir öðru var rifið fram, rýndi GHPL inn um gatið á súkkulaðipáskaegginu og hélt því fram statt og stöðugt að inni í egginu væri nótt.

Í sjálfu sér áhugaverð pæling ...

---

Í kvöld fórum við svo í afmælisboð til Sverris ... annað matarboðið hjá þeim hjónum á þremur dögum ... geri aðrir betur!!


Laugardagur 23. apríl 2011 - Vinna og miðbæjarferð

Hér í Uppsala er brostin á mikil blíða ... hitinn slagaði hátt í 20°C, það var heiðskírt og logn ...

... mér skilst að veðrið hafi verið eitthvað svipað á Íslandi í dag ... ;)

---

Dagurinn byrjaði með umræðum yfir morgunmatnum, en svo færðist síðuhaldari nær tölvuskjánum og þeim verkefnum sem biðu hans, sem eru ærin svo ekki sé meira sagt.

Það breytti því nú samt ekki að við skruppum niður í bæ í dag og nutum góða veðursins ... og já, það voru teknar nokkrar myndir ...


Mæðgurnar í Källparken


Við kastalann með dómkirkjuna í baksýn.

Svo hófst vinnan á nýjan leik þegar heim var komið ...


Föstudagur 22. apríl 2011 - Helgihald á föstudeginum langa

Ekki beint hægt að segja að þessi föstudagur hafi verið mjög langur ... hann hefur hreinlega skotgengið ...

Skrapp í ræktina í morgun ... "djöfulsins heiðingjar" sagði Sverrir í símanum í morgun þegar ég sagði honum að Friskis og Svettis hefðu opið í dag.

Það er svo sem alveg rétt.  Þetta er meira og minna allur helgibragur að fara af þessum allra helgustu dögum ... og þrátt fyrir að vera algjörlega á móti þessari þróun þá spilar maður með eins og morgundagurinn sé enginn.  Maður fer í ræktina á föstudaginn langa, er meira en til í að skreppa í innanhúsfótbolta á páskadagskvöldi, skreppur í matvörubúðina í hádeginu á jóladag til að kaupa eitthvað í gogginn og aftur á nýjársdag til að kaupa sér "frozen pizza".

Til að auka enn á helgihaldið, þá ákvað ég að vinna seinnipartinn ... var að skrifa stuttan fyrirlestur sem ég að halda í Gävle á þriðjudaginn.

En loks undir kvöld þá var aðeins litið til þess að þetta er rauður dagur í almanakinu.  Sverrir og Dana buðu okkur nefnilega í mat ... listilega gott í alla staði.

... og ein af Guddunni eftir síðdegislúrinn í dag ... þar sem var nánast sett heimsmet í því að svitna í svefni ...


Miðvikudagur 20. apríl 2011 - Fermingarafmæli og fleira

Í öll þau skipti sem ég hef bloggað þann 20. apríl hef ég minnst á ferminguna mína.  Ekki af ástæðulausu enda var ég fermdur þann dag árið 1987.

Það styttist óðum í 25 ára fermingarafmælið.

Ég birti hér á blogginu fyrir nokkru síðan viðtal sem tekið var við mig og bekkjarsystkini mín og birtist í Þjóðviljanum þann 12. apríl 1987. Umræðuefnið var fermingin ...

---

En það er óhætt að segja að ég hafi lifað betri daga en þennan í dag.  Ferlegt slen og deyfð yfir karlinum ... allt einhvern veginn á hálfum snúningi ...

Það verður nú að segja að verkefni dagsins var nú ekki það uppbyggilegasta sem ég hef fengist við á ævinni.  Ég var í því að "klippa og líma" gagnaskrá í tölvunni.

Brátt kemur betri tíð með blóm í haga ...

---

Annars er gaman að segja frá því að Guddan vaknaði skellihlæjandi í morgun og það fyrsta sem hún sagði var "meija desönd" sem útleggst á íslensku sem "meiri Andrés önd". Það hefur sum sé allt verið á fullu rétt áður en hún vaknaði.

Í gærmorgun voru fyrstu orð dagsins ekki ógáfuleg. Þá snéri Guddan sér að mér og spurði: "Dulegur að hlaupa?"
"Emmm ... já ... "
Málið var þá útrætt.


Þriðjudagur 19. apríl 2011 - Leibbi fer á kostum

Jæja þá hefur Leifur frændi minn verið lagður til hinstu hvílu. Það er alveg ótrúlega skrýtið ... en svoleiðis er það nú samt.

Ég sendi inn ofurlítinn greinarstúf í Moggann sem ég ætlaðist til að birtist í blaðinu í dag. Það gekk ekki eftir og súrnaði allhressilega í síðuhaldara við þá uppgötvun. Vona að það gangi eftir á morgun.

En ég hef verið með hugann hjá Leibba í dag og Lauga ákvað að við myndum kveðja karlinn með því að fara út að borða í hádeginu og fara svo á kaffihús síðdegis.  Minna mátti það varla vera.

---

Leibbi frændi var kynlegur kvistur.  Í bestu merkingu þeirra orða.  Hann vakti hvívetna athygli fyrir "öðruvísi" framkomu og tilsvör ... en hann var alltaf bara hann sjálfur ... hann var Leifur Vilhelmsson.

Leibbi spurði spurninga ... stundum margra spurninga.  Mér er t.d. mjög minnistætt þegar Lauga hitti Leibba í fyrsta skiptið síðla árs 1996.

Við Lauga fórum vestur í Hofgarða. Við vorum varla komin inn fyrir þröskuldinn þegar Leifur leit á mig og sagði: "Farðu fram í eldhús að tala við Sæunni (konu hans) ... ég þarf að tala við Sigurlaugu.
Svo fóru þau inn í stofu og þriðju gráðu yfirheyrsla hófst.

Leibbi rakti úr Laugu garnirnar meðan hann gekk í hringi um stofugólfið og í hvert sinn sem ég birtist til að kanna hvort ekki væri allt í lagi brást hann snarlega við: "Svona ... vertu frammi ... ég er að tala við hana." Svo sneri hann sér að Laugu og sagði svolítið lægra og hálfhneykslaður: "Það er bara varla hægt að tala saman. Það er ekki nokkur friður fyrir stráknum!"

Lauga sagði mér eftirá að hún hefði haft mjög gaman af yfirheyrslunni, þó hún hefði ekki getað svarað helmingnum af því sem Leifur spurði að.  "En honum var alveg sama um það" sagði hún og kímdi. Frá og með þessu kvöldi hófst óslitin og trygg vinátta þeirra á milli.

---

Við Leibbi áttum óteljandi spretti saman og margir þeirra voru hreint stórkostlegir. 

Síðasti alvöruspretturinn sem við tókum í sameiningu var þann 30. júlí 2009 um mánuði áður en Leifur fékk heilablóðfall sem markaði upphafið að endalokunum.

Þennan dag var ég staddur upp í sumarbústað fjölskyldunnar í Borgarfirði og sárvantaði startkapla. Eins og oft áður hringdi ég í Leibba til að tékka hvort hann gæti reddað mér.  Leibbi átti nefnilega sumarbústað steinsnar frá okkar bústað.

Símtalið var stutt. Ég bar upp erindið og hann sagði: "Komdu!!"

Þegar ég kom til hans var hann í óðaönn að finna út úr hlutunum. Sótbölvaði því að hafa skilið startkaplana sína eftir í Reykjavík. "Þetta er náttúrulega alveg rosalegt með hana Sæunni ... maður fær bara aldrei að hafa neitt í friði fyrir henni!! Jæja ... við verðum að hringja í hann Sigga og athuga hjá honum!

Siggi gat reddað köplunum en vandinn var að hann var ekki heima.  "Þið verðið bara að tala við konuna og láta hana redda ykkur!"  Og þar með byrjaði ballið.

Við ókum inn á Hvanneyri og heim til Sigga.  Þegar við renndum í hlaðið sáum hvar "grillreykur" steig upp aftan við húsið. "Hún er bakvið hús" sagði Leifur. Hann stökk út úr bílnum, gekk framhjá aðaldyrunum með hendur fyrir aftan bak og niður fyrir húshornið. Stuttu síðar heyrði ég hann kalla "HALLÓ, HALLÓ!!  ENGINN HEIMA!??!" Ég flissaði þar sem ég sat í bílnum.

Í sömu mund sé ég hreyfingu innandyra og brátt opnuðust aðaldyrnar. Húsfreyjan (þ.e. kona Sigga) skimaði í allar áttir en sá engan. Hún lokaði aftur en í sömu andrá kom Leifur aftur fram fyrir húshornið. Í þetta skiptið æddi hann inn um aðaldyrnar og lokaði á eftir sér.  Ég sá inn um gluggana hvar hann fór inn í stofuna að leita að húsráðanda en án árangurs.

Ekki kom þessi árangurslausa leit hans mér á óvart því meðan Leifur ranglaði um í stofunni, birtist húsfreyjan aftur.  Í þetta sinn stóð hún í bílskúrsdyrnum en augljóslega var innangengt úr íbúðinni í bílskúrinn. Líkt og áður skimaði hún í allar áttir en sá hún engan. Hún lokaði því dyrunum.

Um leið og bílskúrshurðin féll að stöfunum opnuðust aðaldyrnar og Leifur steig út. Hann hafði augljóslega gefist upp á því að finna nokkurn innandyra. Hann gekk að bílskúrsdyrunum, þar sem húsfreyjan hafði verið nokkrum andartökum áður, í þeirri von að vera einhvers vísari.  Á sama tíma sá ég í gegnum gluggana að húsfreyjan gekk hröðum skrefum í áttina að stofunni. Leifur opnaði bílskúrsdyrnar og fór inn. Þá var húsfreyjan farin að hringsnúast inni í stofunni þar sem karlinn hafði hringsnúist nokkru áður.

Víst má telja að Leifur hafi gert lokatilraun til að finna einhvern með því að kalla þar sem hann var staddur inni í bílskúrnum. Alltént sá ég að húsfreyjan tók undir sig stökk og dreif sig aftur fram í bílskúrinn.  En áður en hún náði þangað var Leifur kominn út aftur og búinn að loka á eftir sér.  Hann gekk í áttina að bílnum og gaf mér bendingu um að skrúfa niður rúðuna.

"Ég bara finn ekki startkaplana ... það virðist ekki nokkur maður heima" sagði hann við mig.  Ég kom ekki upp orði fyrir hlátri. "Haaaaaaaa ... ?!?" sagði Leifur og kímdi "hvers vegna ertu að hlæja?"

Ég benti á bílskúrsdyrnar. Þar stóð þá húsfreyjan með startkaplana í hendinni.
"Nú það er þá einhver heima?!" Leifur gekk til konunnar, heilsaði með virktum og þakkaði kærlega fyrir lánið.
"Við skilum þeim aftur!!" kallaði hann þegar hann settist upp í bílinn.

"Jæja ... þetta gekk nú ekki þrautalaust!!" sagði hann.

Við ætluðum aldrei að komast heim aftur úr þessari svaðilför, svo mikið hlógum við ...

---

Já, það er svo sannarlega sjónarsviptir af honum Leibba frænda ... rosalega sakna ég hans!!


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband