Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Fostudagur 12. november 2010 - I Kaupmannahofn og Alnarp

I dag er rigning og rok i Kaupmannahofn ... tho ekki snjor eins og i Uppsala ...

Eftir mjog velheppnada radstefnu i Lundi var kursinn settur a borgina vid Sundid og aetlunin ad dvelja her um helgina i godu yfirlaeti hja Maju og Flemming.

Margt sem liggur fyrir hja okkur enda alltaf nog ad skoda i Kaupmannahofn.

---

I gaer nadi eg langtradu takmarki thegar eg loksins fekk taekifaeri a ad skoda heilsugardinn i Alnarp.  Alveg stormerkilegt starf sem thar er verid ad vinna.

Skodadi lika "landslagsrannsoknarstofu" (landskapslaboratorium) thar sem gerdar eru rannsoknir i raektun og a upplifun folks a svaedinu.

Eins og eg segi ... alveg stormerkilegt ... 


Þriðjudagur 9. nóvember 2010 - Það snjóar

Í dag hefur snjóað andskotann ráðalausan ... og óhætt að segja að undirritaður sé ekki hrifinn ...

Þetta byrjaði í morgun með þessu ...

Og í kvöld var ástandið orðið svona ...

 

Það getur vel verið að einhverjum þyki þetta væl ... en bara til að nefna það ... þá snjóaði þann 15. desember 2009 í Uppsala í fyrsta skiptið þann veturinn.  105 dögum síðar ... já, hundraðogfimm dögum síðar ... tók þann snjó upp.

Í ár er snjórinn mættur rúmum mánuði fyrr ... og miðað við síðasta vetur má búast við að 140 "snjódagar" séu framundan ...

---

Í dag hef ég unnið að undirbúningi fyrirlesturs sem ég á að halda á morgun suður í Lundi.  Það er svokallaður "area group meeting" sem stendur fyrir dyrum.

Samkvæmt spánni er enginn snjór í Lundi.

---

Þá hef ég einnig unnið í greininni minni og er þeirri vinnu senn að ljúka ... ef guð lofar en óhætt er að segja að ótrúlegar tafir hafi orðið á þessari grein.  En ólíkt því sem hingað til hefur tíðkast stendur það á mér að vinna í greininni.  Það er því ekkert annað en að herða róðurinn ...

--- 

Stærsta frétt dagsins er svo auðvitað sú að Lauga rúllaði upp prófinu sem hún var í á mánudaginn.  Fékk 9 og var örugglega best í bekknum ...

... ég er alltaf að segja það að konan er snillingur ...

 


Sunnudagur 7. nóvember 2010 - Að vera í bómull

Við Gudda höfum verið í útlegð um helgina ... sökum þess að Lauga er að lesa fyrir próf sem lagt verður fyrir á morgun.

Ekki er þó hægt að segja að þessi útlegð okkar feðginanna hafi reynt mjög á okkur ... þvert á móti.

Við höfum verið stórkostlega góðu yfirlæti hjá vinafólki okkar, Sverri, Dönu og Jónda.

Þrenningin hefur snúist eins og skopparakringla í kringum okkur, boðið okkur tvisvar í frábæran mat, keyrt okkur út um allar trissur og stytt okkur stundir með margvíslegum hætti ...  

Allt er þetta gert af slíkum hug að það verður ekki hjá því komist að nefna það.

Við erum búin að vera í bómull alla helgina. 


Föstudagur 5. nóvember 2010 - 9,5 og mynd

Guddan er alltaf að læra ... 

Nýlega ákvað hún að pissa á gólfið í stofunni, þvínæst rölti hún fram í eldhús til að ná í eitthvað að þurrka með.

Viskastykka varð fyrir valinu.

Eftir að hafa þurrkað upp, rölti hún með viskastykkið fram og hengdi það upp á sinn stað.

Þetta er nú frammistaða upp á 9,5. 

---

Þessi misserin er alveg gríðarlegur áhugi á því að teikna ... og þá helst með penna ... að teikna með penna er alveg toppurinn á öllu.

Sérstaklega vegna þess að foreldrunum er ekkert vel við að hún sé að teikna með penna.

Annars er það merkilegt hvað það er alltaf mikill áhugi á því að gera það sem ekki má.  Í ljósi þess er alveg stórfurðulegt hvað margir foreldrar nenna að eyða miklu púðri í að banna börnum sínum að gera allt mögulegt ...

... sem gerir uppeldið helmingi erfiðara fyrir alla aðila.

---

Í kvöld endurtók Guddan svo leikinn ... pissaði á gólfið ... náði í viskastykki og handklæði.  Þurrkaði upp og skilaði þurrkunum aftur í eldhúsið.

Henni var þá góðfúslega bent á að fara frekar með þetta fram í óhreinatauið ... sem hún gerði.

Fór svo aftur inn í stofu en rann þá til í pissi sem hún hafði gleymt að þurrka upp ...

--- 

Allt fór vel að lokum ... og er gólfið nú spegilfagurt og Guddan í essinu sínu. 


Fimmtudagur 4. nóvember 2010 - Í fjölmiðlum

Jæja ... þá verður bloggið endurræst eftir góða og mjög annasama Íslandsferð.

Fjórir fyrirlestrar víðsvegar um landið á 10 dögum.  Skipulag ferðarinnar skolaðist svolítið sem var bara ágætt en í heildina má segja að góður árangur hafi náðst ... bara eins og það á að vera.

---

Í Fréttablaðinu þann 1. nóvember hnaut ég um þessa fyrirsögn á bls. 6: 

 

... greinin fjallaði því miður ekki um fyrirlestrahald mitt en hefði alveg getað gert það samt.  Siggi frændi fær nú víst heiðurinn af þessu ...

---

Í þessu sama blaði var viðtal við mág minn Mugga sem þá var að sýna afurðir sínar á sýningunni Handverk & hönnun í Ráðhúsinu.

Muggi er á kafi í því að búa til þverslaufur úr tré.  Mjög skemmtileg hugmynd og frábært handbragð.

Svo var Steina frænka auðvitað líka með á sýningunni í Ráðhúsinu enda hefur hún svo sannarlega verið að gera það gott á síðustu misserum með sína hönnun.

Í Fréttablaðinu, sama dag og sýningin hófst, voru sýnd nokkur valin dæmi af sýningunni ... og auðvitað var þessi mynd í miðjunni ... langstærst.

 

---

Sjálfur var ég svo í viðtali hjá Leifi Haukssyni í Samfélaginu í nærmynd sl. mánudag.

---

Það er eins og einhverjum finnist eitthvað spennandi það sem verið er að gera ... ;)  


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband