Fimmtudagur 4. nóvember 2010 - Í fjölmiðlum

Jæja ... þá verður bloggið endurræst eftir góða og mjög annasama Íslandsferð.

Fjórir fyrirlestrar víðsvegar um landið á 10 dögum.  Skipulag ferðarinnar skolaðist svolítið sem var bara ágætt en í heildina má segja að góður árangur hafi náðst ... bara eins og það á að vera.

---

Í Fréttablaðinu þann 1. nóvember hnaut ég um þessa fyrirsögn á bls. 6: 

 

... greinin fjallaði því miður ekki um fyrirlestrahald mitt en hefði alveg getað gert það samt.  Siggi frændi fær nú víst heiðurinn af þessu ...

---

Í þessu sama blaði var viðtal við mág minn Mugga sem þá var að sýna afurðir sínar á sýningunni Handverk & hönnun í Ráðhúsinu.

Muggi er á kafi í því að búa til þverslaufur úr tré.  Mjög skemmtileg hugmynd og frábært handbragð.

Svo var Steina frænka auðvitað líka með á sýningunni í Ráðhúsinu enda hefur hún svo sannarlega verið að gera það gott á síðustu misserum með sína hönnun.

Í Fréttablaðinu, sama dag og sýningin hófst, voru sýnd nokkur valin dæmi af sýningunni ... og auðvitað var þessi mynd í miðjunni ... langstærst.

 

---

Sjálfur var ég svo í viðtali hjá Leifi Haukssyni í Samfélaginu í nærmynd sl. mánudag.

---

Það er eins og einhverjum finnist eitthvað spennandi það sem verið er að gera ... ;)  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband