Föstudagur 5. nóvember 2010 - 9,5 og mynd

Guddan er alltaf að læra ... 

Nýlega ákvað hún að pissa á gólfið í stofunni, þvínæst rölti hún fram í eldhús til að ná í eitthvað að þurrka með.

Viskastykka varð fyrir valinu.

Eftir að hafa þurrkað upp, rölti hún með viskastykkið fram og hengdi það upp á sinn stað.

Þetta er nú frammistaða upp á 9,5. 

---

Þessi misserin er alveg gríðarlegur áhugi á því að teikna ... og þá helst með penna ... að teikna með penna er alveg toppurinn á öllu.

Sérstaklega vegna þess að foreldrunum er ekkert vel við að hún sé að teikna með penna.

Annars er það merkilegt hvað það er alltaf mikill áhugi á því að gera það sem ekki má.  Í ljósi þess er alveg stórfurðulegt hvað margir foreldrar nenna að eyða miklu púðri í að banna börnum sínum að gera allt mögulegt ...

... sem gerir uppeldið helmingi erfiðara fyrir alla aðila.

---

Í kvöld endurtók Guddan svo leikinn ... pissaði á gólfið ... náði í viskastykki og handklæði.  Þurrkaði upp og skilaði þurrkunum aftur í eldhúsið.

Henni var þá góðfúslega bent á að fara frekar með þetta fram í óhreinatauið ... sem hún gerði.

Fór svo aftur inn í stofu en rann þá til í pissi sem hún hafði gleymt að þurrka upp ...

--- 

Allt fór vel að lokum ... og er gólfið nú spegilfagurt og Guddan í essinu sínu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband