Sunnudagur 15. maí 2011 - Guddan og Tani H.

Guðrún hefur átt feykimörg góð komment á síðustu dögum.

Því miður hefur maður ekki verið nægjanlega duglegur að punkta þau hjá sér ... frekar treyst á "ofurminnið" sem iðulega bregst.

--- 

Eftirfarandi "serimónía" átti sér þó stað í dag.

Lauga við mömmu sína gegnum Skype: "Já, já ... litli stubbur hann er voðalega hissa á þessu öllu."
GHPL: "Ha ... pissa?!?! Litla barnið pissa!!"  Stendur upp og hleypur fram á klósett og nær í koppinn sinn.
Lauga: "Nei, nei Guðrún mín ... litli bróðir er hissa."
GHPL rogast með koppinn inn í stofuna og bendir á koppinn: "Litla barnið pissa.
Lauga: "Jæja þá." Þykist láta stubba pissa í koppinn.
GHPL: "Fara og sturta í klósettið." Tekur koppinn upp, fer inn á klósett með hann og "hellir" úr.  Þvær sér svo um hendurnar og kemur sigri hrósandi fram. 

 
GHPL á góðri stund ... sofandi með fæturna ofan í dótakassanum ...

Svo er dóttirin farin að sýna "attitjúd" sem enginn veit hvaðan er sprottið.
"Guðrún, viltu ekki fara í skóna þína?"
"Aldrei!!"

"Guðrún, nú skaltu koma að borða."
"Aldrei!!"

Svo er hún farin að mixa sænsku og íslensku hressilega saman.

"Mamma, mamma ... vänta (bíddu) ... ég kemur!!
"Gí också (líka) fá ís!!"
"Hvar er kapsinn (derhúfan)??"
"Komm hit (komdu hingað) strax!!"

En aðrir hlutir breytast lítið ... eins og "musur" (rúsínur). 

Í morgun eftir að ég hafði hjálpað henni við að koma hafragrautnum á réttan stað ... þ.e. ofan í hana, þá tók ég til við að borða minn graut.
"Gí hjálpa borða ... "

Og það varð úr ...

---

Guðrún er alveg afskaplega góð við litla bróður sinn.  Vill endilega klappa honum og strjúka sem oftast.  Það alskemmtilegasta er þó að fá að halda á honum.

Stubbur tekur þessu vel í flestum tilfellum.

Annars er hann í miklu "stuði" þessa dagana og er alveg eins og engill.  Þetta gengur allt saman alveg lygilega vel ...

 

Við fórum í gær í fyrsta alvöru göngutúrinn með stubb og GHPL ... skruppum í IKEA að kaupa nokkra hluti ...

Það má til gamans nefna það að við fórum með Gudduna í fyrsta alvöru göngutúrinn þegar hún var deginum eldri og stubbur er núna ... þ.e. 15 daga.
gönguferð var þó talsvert lengri en sú sem farin var í gær ... eða um 12,5 km á móti 6,5 km í gær.

Svo skruppum við í góða gönguferð í dag.


Hér er GHPL að æfa sig í að ganga afturábak


Nestispása ... "undir brúnni" eins og sumir orðuðu það ...


Hér er annar áningarstaður ... stubbur svangur ...

Þessi mynd óneitanlega minnir á aðra sem tekin var úti í Sydney fyrir tæpum þremur árum ... meira að segja sama bleika teppið í lykilhlutverki ...

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þettað gengur nú ekki lengur !!!!!! ég verð að fara að senda honum einkvað blátt.

Steinunn og Gunnar (IP-tala skráð) 16.5.2011 kl. 10:28

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

... held að það sé alveg nauðsynlegt ... :D

Páll Jakob Líndal, 16.5.2011 kl. 22:21

3 identicon

ég var einmitt að nefna þetta við Pétur.... kommon þetta er strákur !!

Abba (IP-tala skráð) 20.5.2011 kl. 23:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband