Reynslutúrinn

Í dag skruppum við í göngutúr ... og var Sydney keyrð um eins og greifynja í nýja vagninum.  Byrjað var á að ganga niður Bourke Street, að Wooloomooloo, þaðan gengum við yfir í Konunglega grasagarð Sydneyborgar, um Bóndavíkina, út á Bennelong, þar sem óperuhúsið stendur.  Því næst um Sydneyvíkina að Circular Quay og yfir í The Rocks.  Þá héldum við heim á leið eftir George Street, yfir Hyde Park, Oxford Street, Riley Street og loks Bourke Street (sjá mynd, leiðin er mörkuð með hvítri línu) ...

Samtals voru þetta um 12,5 km ... sem ég verð að segja að er vel af sér vikið hjá konu sem fæddi barn fyrir réttum hálfum mánuði ... geri aðrir betur!!
Já, auðvitað gerði ég betur, því þegar við komum heim, fór ég út að hlaupa ... og hljóp um 7 km!! 

Sú stutta svaf af sér meira og minna alla ferðina ... en kom þó upp úr vagninum í námunda við óperuhúsið.  Ég benti henni á þessa merku byggingu og rakti sögu hennar í stuttu máli, en líklega hafa fáir verið jafn áhugalitlir um þetta "monument" en dóttir mín þennan daginn!!  Henni var algjörlega skítsama um þetta allt saman!!

Göngutúrinn var frábær og skemmtum við Lauga okkur konunglega í nokkuð svölu (16°C), en björtu veðri ...

Læt myndir dagsins tala sínu máli ...


Reyndar hófst dagurinn með suðuþvotti.  Hér eru skítug föt þvegin eftir kúnstarinnar reglum!


Barnunginn ákvað svo fyrirvaralaust að taka upp á því að vilja snuð í dag og saug það af áferju!


Montin móðir með nýja barnavagninn


Þarna er maður niður á Wooloomooloo.  Í húsinu þarna á bakvið, býr Russel Crowe leikari en hvar nákvæmlega í húsinu hann býr veit ég hins vegar ekki alveg


Lauga nærri Macquaire Chair, hafnarbrúin trónir í baksýn


Þarna er stillt sér upp fyrir myndatöku í Konunglega grasagarðinum


Mér finnst þessi nokkuð góð, þannig að hún fær að fylgja með


Þessi var að sýna listir sínar niður við Circular Quay í dag ... ég er líka nokkuð ánægður með þessa mynd


Eftir að hafa kafað ofan í ruslatunnu sem stóð skammt frá okkur, var þessi náungi litinn einlægum aðdáunaraugum af mávunum, sem ákváðu að fylgja goðinu sínu eftir!!


Þarna er hinni miklu Guðrúnu Helgu gefin næring ... sem hún þáði með þökkum!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

12,5 km!! Vá, vel af sér vikið hjá þér Lauga!! Það er frábært að heyra hvað stúlkan er vær, vonandi verður hún það áfram.
Og myndin af mávagaurnum er frábær!

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 14:49

2 identicon

Stórskemmtilegar myndir af ykkur fjölskyldunni ;) sendingin til nýju frænkunnar fór með Fjólu í dag.

knús

Sigrún 

Sigrún Steingríms (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 20:15

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Já, þetta var glæsilegt framtak hjá henni Laugu, sem gekk 6 km á laugardaginn ... samtals 18 km á einni helgi!!
Og þegar þetta er skrifað hefur hún aftur lagt land undir fót ... þannig að hún er augljóslega bara rétt að byrja!

Við bíðum rosalega spennt eftir gjöfinni ... !!!  Kærar þakkir fyrir!! :D

Páll Jakob Líndal, 23.6.2008 kl. 04:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband