Þriðjudagur 17. maí 2011 - Gerður afturreka með brandara

Tani H hefur ekki verið neitt sérstaklega brattur síðustu tvo daga ... þannig að aðeins hefur reynt á taugarnar ...

... sem er góð æfing ...

 

--- 

Annars fór dagurinn meira og minna í útréttingar ... úr einni stofnuninni fyrir í aðra.  

Þessu öfluga velferðarkerfi hér í Svíþjóð getur nefnilega stundum fylgt talsverð mikil pappírsvinna og skil á ýmsum gögnum og upplýsingum. 

---

Það er svolítið athyglisvert að segja frá því að eftir að stubbur fæddist, þá hafa viðhorf mín til Guddunnar breyst mjög mikið.

Mér finnst hún einhvern veginn miklu merkilegri núna.  Það sem ég á við með því að er að mér finnst hennar persóna og karakter einhvern veginn miklu merkilegri en áður.  
Maður sér svart á hvítu hvað hún er búin að þroskast mikið og læra mikið á þessum tæpum þremur árum ...

... t.d. fannst mér það algjör brandari áður en stubbur fæddist að hugsa til þess að þessi litla dóttir mín væri að verða stóra systir.  En nú má ég eta það ofan í mig ... því hún sýnir það svo sannarlega í verki að hún er stóra systir.

Hún leggur bróðurnum línurnar ... t.d. með því að segja honum skýrt og skilmerkilega að hann verði að bíða á skiptiborðinu meðan hún fari að ná í tusku til að þrífa ... "é kem aftur" ...

Í kvöld reyndi hún að hugga stubb ... "uss suss suss ... ekki gráta meira, ekki gráta meira" og klappaði honum á kollinn. 

Óhætt er að segja það að þessi 3ja ára stelpa er algjörlega búin að reka brandarana mína þvert ofan í mig ...

---

Ég held bara að ég slái botninn hér í ... ætla að fara snemma að sofa, svo ég sé betur í stakk búinn að takast á við áskoranir morgundagsins ... já og mögulega áskoranir næturinnar ;) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gangi ykkur vel. Endilega reynið að sofa til skiptis. Hver mínúta í svefni verður mjög dýrmæt í svona aðstæðum með lítið kríli og annað svolítið stærra kríli. Knúsaðu Laugu frá mér - er farin að sakna hennar afar mikið - skilaðu því endilega líka til hennar.

Linda (IP-tala skráð) 17.5.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband