Gert í brækurnar enn á ný

Eftir rúmlega 6 vikur af þolinmæði ... brást mér bogalistin í dag! 

Eða kannski má orða það öðruvísi ... í dag reyndi í fyrsta skipti alvarlega þolinmæðina hjá mér og brást hún, því í dag skammaði ég dótturina í fyrsta skipti.  Tilefnið var stanslaust org í marga klukkutíma, þar sem engu tauti var við komið ...

Það breytir því samt ekki að maður á ekki að missa þolinmæðina ... rúmlega 1800 vikna gamall maður að rökræða við 6 vikna gamalt barn.  Hvaða vit er eiginlega í því??!?  Klárlega ekkert!! Og einhvers staðar, á þeim rúmlega 1790 vikum sem skilur okkur feðgin að í aldri, hefði ég átt að læra það.  

Greinilegt er að enn eimir af skapofsanum, sem hefur einkennt lundarfar mitt miklu lengur en góðu hófi gegnir ... ég sem var að vonast eftir að ég væri búinn að ná tökum á honum ... en nei, greinilega þarf að taka hann fastari tökum.

Maður verður að hafa það í huga að það eru allir að reyna að gera sitt besta ... líka 6 vikna gamalt kríli sem veit ekki hvað það heitir og orgar úr sér lungun af einhverri ástæðu sem það getur ekki gert grein fyrir með öðrum hætti ...

Ég gerði sum sé í brækurnar í dag ... en mun reyna af alefli að láta slíkan gjörning ekki endurtaka sig ... að minnsta kosti ekki í þessu samhengi!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband