Myndir og ferðalag

Jæja, áður en dramatíkin hér í Sydney heldur áfram, tel ég rétt að hér komi ögn líflegri færsla ... svona til staðfestingar á því að skemmtilegir hlutir eiga sér líka stað.

Blessað barnið hefur það gott ... takk fyrir!!  

Hér koma nokkrar myndir af því, máli mínu til staðfestingar ...


Enn ein baðmyndin ... það er nú meira hvað mér finnst gaman að taka myndir af barninu í baði, já og setja þær myndir svo á vefinn


Hún er ekki lítið gáfuleg dóttirin á þessari mynd ... Hún er hugsuður!!


Hér eru sumir komnir í ansi slæm mál, og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að koma sér út úr þeim!

Við skruppum í góða ferð í gær ... óvissuferð.  Við fórum niður á Circular Quay, sem er helsta ferjumiðstöð borgarinnar og stukkum svo upp í næsta bát.

Ákváðum að fara svo út á Kissing Point, sem er nokkuð vestarlega í norðurhluta borgarinnar ... 

... gengum svo frá Kissing Point að Cabarita, sem er um 8 km leið.

Meiningin var að fara í svona huggulega siglingu, svo í fallegan göngutúr á ókunnugum slóðum, sjá eitthvað nýtt, ræða um lífið og tilveruna, viðra barnið, koma svo við á kaffihúsi og fá eitthvað gott í mallakútinn, sigla svo aftur heim í rólegheitum.

Þetta tókst ekki alveg.  Á bátnum á leiðinni til Kissing Point, var hvasst og kalt og þurftum við að hlusta á eitthvað fólk rífast hálfa leiðina um það hvort X hefði átt að færa sig um einn rass fyrir Y eða ekki.  Göngutúrinn var einhvers staðar í "middle of nowhere" og ekkert sérstaklega skemmtilegt að sjá, barnunginn ælandi og gerandi í brækurnar, ekki eitt einasta kaffihús varð á vegi okkar, enda stödd í miðju íbúðarhverfi, mallakúturinn því tómur allan daginn, myrkur skall á miðri leið og götulýsing fremur lítil og við þurftum að flýta okkur eins og við gátum til Cabaria til að missa ekki af síðustu ferð í bæinn ...

... þetta var sum sé nokkuð góður göngutúr, bara töluvert öðruvísi en skipulag hafði gert ráð fyrir!

Í það heila var göngutúrinn rúmir 16 km, þannig að þetta var nú bara nokkuð gott dagsverk, þegar öllu er á botninn hvolft! 

Við tókum nokkrar myndir á leiðinni ... og eru þær hér ... 

Ferðin nýhafin ...

 

 
 
 
Barnunganum gefið í Kissing Point Park
 

 Stoppað á Waterview, til að láta Snúllu ropa, í þeirri von að hún myndi hætta að æla, gekk svona og svona ...
 
 Einhvers staðar á myndinni má sjá litla flugvél ...
 

Þetta er klárlega minnsta slökkvistöð sem ég hef nokkru sinni séð!!
 

Fjölskyldumynd í Kokoda Track Memorial Walkway
 

Ætli þessi könguló sé ekki svona 10 cm að stærð, frá "framtá" að "afturtá".  En þessi mynd heitir "Könguló og tungl"
 
 
 

Á leiðinni til baka
 
 
Þetta er nú hið svokallaða CBD "Central Business District" í Sydney ... háhýsi og aftur háhýsi
 
 
 Á leiðinni inn Darling Harbour, mættum við þessu fleyi ... litskrúðugt ekki satt??!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábærar myndir og skemmtileg frásögn sem fyrr. Takk fyrir að deila þessu með okkur...

Stjóri (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 02:26

2 identicon

Ekki spyr ég nú að göngugleðinni í ykkur... maður fær alveg verki í lappirnar við að lesa þetta :)

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 22:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband