Þetta lítur bara bærilega út ...

Ekki er ótrúlegt Bandaríkjamenn, það er að segja sá hluti þeirra sem yfirleitt fær eða getur kosið, eigi eftir að finna fyrir nokkrum valkvíða þegar þeir kjósa sér forseta næst.  Frambjóðendurnir, Barack Obama, Hillary Clinton og Rudy Giuliani, eru allir afar frambærilegir og mér finnst sem þeir hljóti að vera í órafjarlægð, hugmyndafræðilega séð, frá þeim rakalausa "snillingi" sem nú stýrir málum í Hvíta húsinu.

Giuliani þarf náttúrulega ekki að kynna eftir 11. september 2001, stóð sig frábærlega og myndi örugglega vera snjall sem forseti.

Clinton virkar afar vel og oft hefur maður nú heyrt að hún hafi verið drjúg að tjaldabaki þegar Bill karlinn hélt um taumana.  Reyndar verð ég að segja að ég var ánægður með Bill sem forseta.  Auðvitað gerði hann gloríur á sínum ferli en í heildina fannst mér hann standa sig býsna vel ... kannski litar frammistaða Bush örlítið matið.  Veit ekki.  Klárlega myndi kerlingin standa sig með bravúr í embættinu.

Barack.  Það litla sem ég hef lesið, séð og heyrt af honum virkar vel á mig ... verðugur kostur!

Ég verð bara að viðurkenna að ég veit ekkert um John McCain ...


mbl.is Barack Obama saxar á forskot Hillary Clintons
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband