Ástríða í matargerð!!

Mér finnst það bera vott um mikinn húmor hjá markaðsdeild niðursuðuverksmiðjunnar Ora að hafa slagorð fyrirtækisins "Ástríða í matargerð", því í mínum huga eru fiskibollur eða -búðingur í dós, grænar baunir, maís og rauðkál í niðursuðuumbúðum, að ógleymdri hinni sívinsælu tómatsósu, einmitt dæmi um alls enga ástríðu í matargerð ... 

Það skal þó tekið skýrt fram að ég er mikill aðdáandi framleiðslu Ora ... enda kokka ég af dauflegum áhuga.

 

 graenar_baunir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þarna er ég þér sko hjartanlega sammála. Þeir hljóta að hafa legið í krampakasti af hlátri þegar þeim datt þessi frasi í hug :o) Og hvaða snillingur samþykkti svo að nota hann í alvöru? Þarna er örugglega góður efniviður í fyndnasta mann Íslands innanborðs.

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 6.3.2007 kl. 11:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband