Gestur Svavarsson í Blaðinu í dag!

Hólí mólí ... ég var að lesa grein í Blaðinu í dag eftir femínistann og kvenfrelsisvininn Gest Svavarsson, þar sem hann fjallar um kynjabundið misrétti og aðferðir til að rétta það af, s.s. með reglum um kynjahlutföll við ráðningu forstöðumanna, ríkisstofnanna, ráðuneyta og ríkishlutafélaga, reglum um kynjahlutföll á framboðslistum til Alþingis og sveitarstjórna og svo framvegis og svo framvegis ...

Eftir þessar útlistingar herra Gests fer svo í gang einhver útópía (ég skora á þig að lesa þetta - leturbreytingarnar eru mínar):

"Mörgum finnst tillögur af þessu tagi of róttækar, að of hart sé fram gengið.  Helst eru nefnd þau rök að það sé rangt að ganga fram hjá hæfum karli og velja konu bara vegna þess að kyns hennar.  Þeir sem taka undir slík rök eru um leið að halda því fram að konum henti síður stjórnunarstörf, að konur eigi síður skilið launahækkun o.s.frv.  Því með þessum rökum má segja að karlar uppskeri í samræmi við hæfi og hljóti einfaldlega að vera hið æðra kyn fyrst þeir eru í meirihluta stjórnunarstaða í einkageira og í stjórnmálum.  Engin kona hafi hingað til verið þess verðug að gegna starfi forsætisráðherra og seðlabankastjóra.  Varla er nokkur til í að skrifa upp á slíka fásinnu."

Þessi maður er í framboði til Alþingis!! 

Ég spyr nú bara eins og Sigrún Guðmundsdóttir kennarinn minn í Austurbæjarskóla spurði gjarnan þegar eitthvert bekkjarsystkina minna lét illa (sjálfur var ég afar þægur nemandi): "Hefurðu verki með þessu, Gestur minn?" 

Hvernig er hægt að segja það að hugsunarháttur fólks sem vill að hlutirnir hafi sinn meðgöngutíma, að breytingar komi fram stig af stigi, sé með þeim hætti sem Gestur lýsir?

Ég er á móti reglum um kynjakvóta en ekki vegna þess að ég líti niður á konur - skárra væri það nú!!! Enda er ég að mestu leyti alinn upp af konum, meira að segja frumkvöðlum á sínum sviðum, konum sem þurftu að berjast fyrir sínu, samt einhverjum mestu and-femínistum sem ég þekki!!! 

Ég er á móti kynjakvótum vegna þess að það er ólýðræðislegt og felur í sér ójafnrétti, bæði fyrir konur og karla.  Kynjakvótar eru "forseringar", ekki eðlilegt flæði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband