61% - 39%

Fréttablaðið í birtir í dag könnun á því hvort fólki hafi fundist rétt af eigendum Hótels Sögu að vísa gestum klámráðstefnu frá hótelinu, líkt og gerðist í síðustu viku.  Svarhlutfall var mjög hátt eða tæplega 89%, kynjahlutfall jafnt og af þeim sem tóku afstöðu fannst 61% þátttakenda ákvörðun eigenda HS röng á móti 39% sem fannst hún rétt!!  Meira að segja fannst meirihluta kvenna í könnuninni ákvörðunin röng eða 52%.

Mér finnst þetta einfaldlega sýna að málflutningur þeirra aðila sem töluðu fyrir því að hótelið brygðist við með þeim hætti sem raunin varð, er of öfgakenndur.  Þessir aðilar tala greinilega ekki máli meirihlutans og kæra sig kollótta um tilverurétt annarra sjónarmiða.  Boðskap þeirra er einfaldlega troðið ofan í kokið á fólki.

Ég leyfi mér að fullyrða að flestir Íslendingar, af báðum kynjum, eru alveg sammála því klám sé afar óæskilegt efni sem geti haft í för með sér alvarlega hluti eins og vændi, mannsal, morð o.s.frv.  En það eru bara svo afskaplega margir hlutir aðrir sem geta leitt af sér óæskilegar gjörðir misyndismanna.  Þessar aðgerðir í síðustu viku, hljóta því að kalla á að öll félagasamtök og stjórnmálamenn, háir sem lágir, sem koma til landsins í því skyni að kynna sig og sín mál, nú eða tala sín á milli, fái einhvers konar gegnumlýsingarmeðferð. 

Hér hefðu kröftug mótmæli af margvíslegu tagi, verið mun sterkara vopn í baráttunni.  Fordæmisgildið fyrir börn og unglinga hefði verið öflugt með þeirri aðferðafræði og ég er sannfærður um að fjöldi fólks hefði tekið þátt. 

---

Ég er þess einnig fullviss að flestir Íslendingar eru alveg á því að jafna þurfi kjör karla og kvenna, með öðrum orðum trúi ég því að Íslendingar séu upp til hópa jafnréttissinnaðir hvort sem um ræðir kynjamál, menntunarmál, heilbrigðismál o.s.frv.  Þannig mætti ætla að málflutningur kvenréttinda- og kvenfrelsisfólks (hvað er málið með þetta orð kvenfrelsi??! - skil það ekki alveg) félli í fremur frjósaman jarðveg, svona almennt séð. 

Enda kemur í ljós ef skoðuð er saga kvennabaráttunnar síðastliðin 100 ár, að gríðarlegt vatn hefur runnið til sjávar.  Og er það vel.  Hugsunarhátturinn hefur breyst jafnt og þétt og margt af því sem þykir sjálfsagt í dag, var það ekki fyrir nokkrum árum ... hvað þá áratugum!  Auðvitað einarðri baráttu að þakka. 

En þótt baráttuandinn sé mikill verður líka að gefa fólki tíma til að innbyrða boðskapinn, taka afstöðu, í stað þess ... eins og ritað er hér að ofan ... troða honum ofan í kokið á því.  Ýmist með góðu eða illu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já, niðurstaða þessarar könnunar sýna svart á hvítu að fólki finnst aðstandendur Sögu hefðu ekki átt að úthýsa þessu fólki, en mér finnst líka vert að velta því fyrir sér hvernig fjölmiðlaumræðan af þessu hefur verið. Málið var blásið þvílíkt upp í fjölmiðlum og mér fannst hótelinu stillt soldið upp við vegg, það hefði verið alveg sama hvort þeir hefðu haldið sínu striki eða brugðist við eins og þeir gerðu, þeir hefðu aldrei getað gert "rétt".

Það er mjög gagnrýnivert í lýðræðisríki eins og okkar ef það á að fara að flokka gestina sem vilja koma hingað. Ég hefði haldið að ef yfirvöld hafa áhyggjur af hegðun gesta, þá sé gáfulegra að fylgjast með iðju þeirra á meðan á dvöl þeirra stendur og bregðast við EF þeir fremja lögbrot.

Helga Snædal (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 11:31

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Sko bara!!  Allavegana eru hér tveir sem eru sammála mér - þau Andri og Helga.  Góður punktur Helga með fjölmiðlaumræðuna og uppstillinguna, hver vill vera stimplaður "á móti konum".

Páll Jakob Líndal, 27.2.2007 kl. 12:58

3 identicon

Alveg sammála þér. Hysterían náði hámarki sínu þegar Steingrímur J lýsti því yfir í Silfri Egils að setja ætti á stofn netlögreglu sem fylgdist með þvi hvað fólk væri að skoða á netinu. Öll þessi umræða í fjölmiðlum var reyndar á villigötum frá upphafi því aðalatriðið í þessu öllu er ekki klám. Þetta er prinsipp mál sem snýst um ferðafrelsi fólks sem hefur ekkert ólöglegt gert. Menn geta haft sínar perónulegu skoðanir á klámi og allt gott um það að segja, en að koma í veg fyrir að fólk fái að ferðast til landsins einungis vegna þess að starf eða skoðanir þess særir blygðunarkennd einhverra hér á landi er til skammar. Mér fannst með ólíkindum að sjá ALLA stjórnmálamenn landsins beygja sig undir það sem þeir HÉLDU að væri almenningsálitið í landinu, ekki einn þeirra þorði að standa fastur fyrir og verja það sem er grundvallaratriði í lýðræðisþjóðfélagi. Mundu bara vinurinn að passa hvað þú setur á bloggið hjá þér, ef ákveðnum hópum mislíkar það þá færðu aldrei hótelgistingu eða svefnpokapláss á Íslandi.

Valdimar Búi (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband