Fimmtudagur 15. nóvember 2012 - Af tannburstun og kerru

Lauga var að aðstoða GHPL við tannburstun í kvöld. Áður hafði ég boðið upp á slíkt en það var með öllu afþakkað. Lauga spurði því GHPL hverju þetta sætti.

"Pabbi er svo sterkur og svo vitlaus" var svarið.

Þetta finnst Laugu besta svar sem hún hefur heyrt frá GHPL.

---

Það vantar nú ekki tiktúrurnar í hann nafna minn. Það er alveg ótrúlegt hvað 1,5 ára gamall maður getur haft miklar skoðanir á hlutunum.

Þetta á sérstaklega við um sokka og sokkabuxur. Það má ekki vera ein minnsta misfella á sokkunum öðruvísi en þakið ætli af kofanum. Sokkarnir verða að vera vel, hvað segir maður eiginlega(!??) ... þeir verða að vera afar vel færðir upp á fótinn og allir teygðir og togaðir, helst upp að hnjám ... annars er fjandinn bara laus.

--- 

Og svo er það kerran ... GHPL fékk dúkkukerru frá ömmu sinni fyrir alllöngu síðan. Hún greip í hana öðru hverju en ekki mikið meira en það. En núna er öldin önnur ... því bleika Baby-born kerran er vinsælasta leiktæki heimilisins. PJPL heldur þétt um haldföngin og þeysist með hana fram í eldhús, inn í stofu, fram í anddyri, eftir ganginum og inn í vinnuherbergi til mín. Þar er snúið við, horfst í augu við mig í stutta stund, svo er sendur fingurkoss og þotið af stað aftur. Með tilheyrandi látum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband