Miđvikudagur 14. nóvember 2012 - PJPL hálf-rotađur

Jćja ... ţrátt fyrir fögur fyrirheit hefur mér reynst afar erfitt ađ koma ţessu bloggi aftur í gang en í ljósi ţess ađ nú eru dagar okkar hér í Svíţjóđ senn taldir er ekki úr vegi ađ taka sig taki.

---

Ţessi blogglota byrjar á frásögn af glćsilegri frammistöđu sonar míns fyrir hádegi eđa svona um ţađ leyti sem ég var ađ komast á kontórinn minn eftir ađ hafa skilađ af mér börnunum á leikskólann.

Lauga hringir og tilkynnir mér ađ nafni hafi dottiđ ofan af stól og beint á hnakkann. Kannski ekki í frásögur fćrandi, ţannig séđ nema hvađ hann fölnar allískyggilega í kjölfariđ og fer svo ađ kasta upp. Kennaranum hans, međ alla sína áratuga starfsreynslu, leist ţá ekki á blikuna enda ađ eigin sögn aldrei upplifađ ţetta fyrir.

Viđbragđsáćtlunin var sett í gang - sennilega sú hćgvirkasta sem til er. En svo fór á endanum ađ Lauga fór úr vinnu og náđi í kappann á leikskólann. Á međan ég kom mér niđur á spítala. Viđ hittumst svo á bráđamóttöku barna og var stubburinn nokkuđ vankađur.  

Rannsókn, röntgenmyndataka og biđ leiddu svo í ljós ađ drengurinn var óskaddađur eftir ţessi ósköp. 
Ţvílíkur léttir ţađ ... og guđs blessun.

---

GHPL tók ţessum tíđindum mjög alvarlega ţegar ég náđi í hana á leikskólann. "Ég ćtla ađ kyssa hann á enniđ", sagđi hún alvarleg í bragđi.

Ţegar viđ hittum Laugu og PJPL á Stóra Torginu rétt fyrir kl. 17 urđu miklir fagnađarfundir og kyssti GHPL bróđur sinn eins og hún hafđi áđur lýst yfir ađ hún myndi gera en ţó ekki á enniđ heldur á hnakkann. 

Svo fórum viđ og fengum okkur köku til ađ fagna góđum rannsóknarniđurstöđum. 

Í kvöld fengu systkinin ađ horfa á video enda má nú varla minna vera eftir svona ćvintýri. GHPL réđ dagskránni ađ mestu og fyrir valinu urđu teiknimyndir međ Spiderman og Batman ... ţađ er ţađ nýjasta á ţessum bćnum ... ásamt ţví ađ spila tölvuspil á YouTube (?!?) . 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband