Sunnudagur 16. október 2011 - Fréttir af PJPL

 

Yngsti meðlimurinn hér á heimilinu, Þristurinn, er farinn að láta til sín taka.

Klárlega er hann sperrtastur allra heimilismanna, svo sperrtur að uppréttur myndar hann boga þannig að hælarnir og hnakkinn eru í sömu lóðréttu línunni.

Blessað barnið er nánast stanslaust á iði þegar það er vakandi. Krefst þess að sitja öllum stundum, nema þegar krafan er að standa uppréttur.

 

Að halda á herramanninum í uppréttri stöðu getur verið þreytandi til lengdar því hann hoppar linnulítið. 

Að liggja á maganum þykir ekki skemmtilegt nema í mjög stuttan stund og það er heldur ekki skemmtilegt að sitja í hvíta barnastólnum frá IKEA. Það alversta er samt að sitja í smábarnastólnum sem ruggar. Nafni verður óður á fyrstu sekúndunni ef hann er settur í þann stól.

 


Í smábarnastólnum ... mikill áhugi að kíkja á fiðrildið sem er aftan við höfuðið.

Tvær tennur líta nú dagsins ljós ... þannig að tannburstun fer brátt að verða óhjákvæmileg.

Í morgun gerði hann eitthvað sem þótti merkilegt í fyrsta skiptið ... ég gæti samt ekki unnið mér það til lífs að muna hvað það var ... en merkilegt var það ... svo mikið er víst.

 

Blessað barnið hjalar einnig töluvert mikið og er, eins og oft hefur komið fram hér á blogginu, ótrúlega þolinmóður gagnvart ytri áreitum. Á ég þá sérstaklega við fröken GHPL sem stundum getur verið herská í meira lagi.

Þristurinn er siðaður töluvert til, honum er líka ýtt dálítið, sérstaklega þegar hann situr. Og svo lýtur hann mjög ströngum aga varðandi hvað hann má vera með. Eru hlutirnir umsvifalaust rifnir út úr höndunum á honum ef svo ber undir.
Hann tekur því ósköp vel núna blessaður ... en þó kann það að breytast þegar svolítið meira vit hefur seytlað inn í hausinn á honum.

En GHPL sýnir honum þó oftar sínar betri hliðar. Klappar honum og kjassar hann, þangað til hann stendur algjörlega á öndinni. Oft heldur hún uppi skemmtiatriðum, þannig að stubbi veltist um af hlátri.  

 

PJPL gengur undir nokkrum nöfnum s.s. Palli, Palli pípa, Pípus, Míels, litli bróðir, Páll, Páll Jakob, nafni, stubbi, já og eitthvað fleira sem ekki er prenthæft.
Maður verður samt aðeins að gæta sín í nafngiftunum, því 3ja ára eyrun á heimilinu eru næm og virðast hafa einkar gott lag á því að heyra það sem þau eiga ekki að heyra ... já og öfugt ...

Nú er blessaður drengurinn brátt að verða hálfs árs ... okkur Laugu finnst báðum hann hafa elst miklu hraðar en Guddan gerði. Óratími leið frá því GHPL fæddist og þar til hún varð hálfs árs. Það má nú líka segja að töluvert meira hafi gerist í hennar lífi á þessu fyrsta hálfa ári en hefur gerst í lífi PJPL.


5 mánaða afmælið þann 30. september sl. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ji hvað frænka mín er orðin mannaleg!!! og frændi minnir mig svo á Halldór veit ekki hvort að er útlitið eða stellingin hheheh

Sandra Jónasdóttir (IP-tala skráð) 28.10.2011 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband