Mánudagur 17. október 2011 - Svona var dagurinn

Þessi dagur hefur liðið eins og elding ... maður er bara rétt vaknaður þegar maður þarf að fara að sofa aftur ... 17 klukkutímar foknir eins og blaðsnifsi.

Hvað hefur gerst hérna í dag?

Ballið byrjaði um 7.30 í morgun. Þristurinn og Guddan sáu um skemmtiatriðin.

Svo var morgunmatur að hætti hússins, GHPL þverneitaði að borða, svo venjubundinn eltingaleikur við hana þegar kom að því að klæða hana í útifötin til að hægt væri að fara með hana í skólann, PJPL át eins og uxi á meðan þetta gekk allt saman yfir, og einhvers staðar mitt í hringiðunni átum við Lauga til skiptis af diskunum okkar.

Guddan í leikskólann og Pípus í draumaheiminn. Ég fyrir framan tölvuna og Lauga líka.

Hádegismatur ... léttur og nokkuð hollur ...

Ég aftur fyrir framan tölvuna að vinna en Lauga að snúast í kringum nafna. Svo fer hún að ná í Guðrúnu kl. 14.

Ég fyrir framan tölvuna en þrenningin fer í búðina.

Palli P. sofnar aftur en mæðgurnar fara að baka.

Kaffitími kl. 17. Nýbakaðar möffins.

Ég fyrir framan tölvuna að vinna eftir kaffið. Þrenningin snýst hringinn í kringum sjálfa sig. GHPL farin að verða töluvert fyrirferðarmikil og hávaðasöm.

Ég fyrir framan tölvuna en Lauga reynir að hafa ofan af fyrir blessuðum börnum á milli þess sem hún fer að huga að matnum.

Ég hætti að vinna um 18.30 og tek nafni í gæslu. GHPL orðin mjög afundin og erfið viðureignar en Lauga virkjar hana í vinnu í eldhúsinu. GHPL hressist við það.

Matur kl. 19.30. Þristurinn setst í stólinn sinn og sofnar þar umsvifalaust. Guddan neitar að borða og hagar sér dólgslega.

 

Sljákkar hressilega í henni upp úr kl. 19.45 þegar hún rekur sig í matarborðið. Eftir smá samtal inni í svefnherbergi samþykkir hún að borða og fær svo ís í eftirrétt. Allt dottið í dúnalogn. Við Lauga fögnum því vel.

 

Kl. 20 finnur dóttirin sig knúna til að vekja bróðurinn. Sá vaknar heldur betur ringlaður en nær fljótt áttum.  

Hringt í ömmuna á Sauðárkróki og þrenningin spjallar við hana meðan ég skrepp í ræktina.

Allt í rólegheitum þegar ég kem aftur.

Spjall við mömmu í gegnum Skype. Lauga skoðar blocket.se og facebook.

---

Þetta var einhvern veginn svona í dag. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband