Laugardagur 20. ágúst 2011 - Sumarið gert upp í mjög stuttu máli

Jæja ... þá ætlar síðuhaldari að rísa upp úr öskustónni, tveimur mánuðum eftir að síðasta færsla var sett inn á síðuna.

Á þessum tveimur mánuðum hefur auðvitað ótal margt gerst ... margt skemmtilegt og annað ekki jafn skemmtilegt ... bara svona eins og gengur og gerist.

Einn af góðu punktunum í sumar var skírn blessaðs drengsins sem fór fram þann 6. ágúst í blíðskaparveðri í Borgarfirðinum.

 

Nafnið var í frumlegri kantinum en drengurinn er alnafni föður síns, en þó skírður í höfuðið á afa sínum sem einnig er alnafni föðursins. 

--- 

Ég og mamma skruppum til Djúpavogs í sumar eins og við höfum gert síðustu sumur. Að venju var það skemmtileg heimsókn og árangursrík.


Þarna er mamma í eldhúsinu í gamla húsinu að Hamri í Hamarsfirði ásamt Braga í Berufirði og Ingvari Sveinssyni.

---

Svo voru farnar ferðir norður í land ... t.d. á Sauðárkrók en Lauga og co. dvöldu þar í nokkrar vikur í sumar í góðu yfirlæti.


Guddan talar við hund á Sauðárkróki.

---

Einnig var dvalið í Borgarfirðinum um töluvert skeið.


Drumbur tekinn léttilega í fangið ... alltof létt ...

Læt þetta duga sem fyrstu færslu eftir sumarfrí ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband