Sunnudagur 21. ágúst 2011 - Vinna, átrúnaðargoð og fótbolti

Þessi dagur hefur að mestu verið tileinkaður vinnu en ég er nú að fást við mjög áhugavert verkefni sem snýst um að koma með tillögu að úrbótum á 100 fermetra stigapalli á 5. hæð Landakotsspítala

Breyta á gímaldi í hlýlegar vistarverur fyrir sjúklinga og gesti.

--- 

Í kvöld spilaði ég minn fyrsta fótboltaleik í tvo mánuði þegar Vaksala sem er mitt lið lék á móti GUSK. Eftir að hafa náð forystu á fyrstu mínútum síðari hálfleiks, töpuðum við leiknum 2-1.  Svona er þetta stundum.

---

Annað heimilisfólk fór í heimsókn til Sverris, Dönu og Jónda í dag.  Var mikil hamingja þar, sérstaklega hjá ungfrúnni sem hitti átrúnaðargoðið sitt í fyrsta skipti í margar vikur. 

Það er nú best að hafa þetta ekki lengra enda á ég eftir að vinna töluvert enn ...

En börnin hafast ólíkt að ... 


Nafni horfir á endur ...

... en Guddan spilar á gítar af mikilli innlifun ...  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband