Mánudagur 20. júní 2011 - Borgarfjörður, brúðkaup og fleira

Þessi færsla er nú meira svona til að halda lífinu í þessari bloggsíðu ... 

Síðustu daga hef ég verið hvorki nálægt tölvu né internettengingu en við slíkar aðstæður er erfitt að koma bloggi frá sér.

Ég hef nefnilega verið í sveitinni minni uppi í Borgarfirði, að slá gras og klippa tré.  Sem er náttúrulega stórkostlegt.

Einnig hef ég verið í brúðkaupi hjá Fjólu og Neil.  Afskaplega velheppnað allt saman og skemmtilegt.

Í tengslum við brúðkaupið hafa félagar okkar frá Ástralíu komið og svolítill tími hefur farið í að sinna þeim.

--- 

Auk þessa er ýmislegt að gerast hérna hjá mér ... hér hefur verið boðið að koma með "input" í kúrs við Háskóla Íslands um sjálfbært skipulag og svo hef ég verið beðinn um að vera aðstoðarleiðbeinandi í mastersverkefni við sálfræðideildina í HÍ.

--- 

Þetta er sumsé allt saman gott og blessað.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

takk fyrir helgina ;) ég var að setja myndir frá helginni inn á síðuna okkar www.fotki.com/nikkson lykilorðið er seinna nafn sigfúsar hvar geymir þú þínar myndir?

kveðja

Sigrún

sigrún steingríms (IP-tala skráð) 30.6.2011 kl. 17:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband