Fimmtudagur 24. mars 2011 - Stórmennskubragur

Lauga er hrein ótrúleg manneskja ... ef allir myndu hugsa eins og hún þá væri heimurinn allt öðruvísi en hann er.

Sagan er svona.
Lauga er að fara í próf á morgun. Þetta er lokapróf þess hluta námsins sem hefur staðið frá áramótum. 

Í fyrradag sagði hún mér að hún hefði feilreiknað dagana fram að prófi. Hafði talið sig hafa þrjá daga en komst svo að því að þeir voru bara tveir.

"Hólí shjitt" sagði hún þá og setti allt í fluggír.

Í morgun, kl. 8, var svo hringt í hana frá vinnunni ... þar sem yfirmaður hennar grátbað hana um að koma niður á spítala til að redda einhverju sem ég kann nú ekki alveg að nefna.
Þetta átti að taka svona klukkutíma ... eða tvo ...

Þrátt fyrir að hafa engan tíma til að sinna þessu verkefni samþykkti hún beiðnina.

Þetta "djobb" tók nú talsvert meiri tíma ... og svo fór að lærdómur hófst kl. 15.

Þegar samstarfsmaður hennar spurði hana af hverju hún hefði ekki sagt "nei" þegar hún var beðin, var svarið: "Það er betra að ég falli í einhverju prófi, heldur en sjúklingur missi sjónina."

Ef það er ekki stórmennskubragur yfir þessu ... þá veit ég ekki hvað!!

Meiningin er að læra eitthvað fram á nótt ... 

---

Guðrún bíður í ofvæni eftir að komast í sirkus ...

Þegar henni var bent á að eftir svona 200 daga myndum við fara í sirkusinn, hrópaði hún upp yfir sig: "Vei, vei, vei, vei ... sikus [sic] ... sikus [sic] !!!"

---

Ég hef verið að sýna Guddunni Evrópukort ... þetta er svona púsluspil af Evrópu og svo eru þjóðfánunum raðað í kring. 

Það er nú misjafnlega mikill áhugi á þessu en í morgun var mjög mikill áhugi.  Ræddum við fram og aftur um löndin og pöruðum þau við fánana.

Svo tók GHPL að leiðast þetta tal þannig að rétt svona til að reka smiðshöggið á þá þuldi ég upp nokkur lönd um leið og ég benti á þau á kortinu.

"Noregur, Rúmenía, Ítalía, Spánn, Danmörk og Ísland!!"

Guðrún leit á mig nánast föðurlegum svip, brosti góðlátlega, klappaði svo saman höndum og sagði: "Dulegur!! [sic]"

Því næst fleygði hún púsluspilinu í burtu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þær eru dásamlegar báðar tvær! Og þú greinilega mjög duglegur :)

Helga Guðrún (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 11:48

2 identicon

Þið eruð öll frábær!

Linda (IP-tala skráð) 25.3.2011 kl. 16:28

3 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Kærar þakkir, kærar þakkir!! :)

Páll Jakob Líndal, 27.3.2011 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband