Fimmtudagur 17. febrúar 2011 - Allt á fullu

Jæja, það er gjörsamlega allt á fullu í undirbúningi fyrir rannsókn nr. 3. Botnlaus vinna framundan, þar sem skrúfstykkið mun herðast eftir því sem "deadline-ið" nálgast.

Stefnt er að því að hefja gagnasöfnun þann 14. mars nk. og sennilega þarf allt að vera klárt þann 7. ef vel á að vera. 

Það eru klikkaðir dagar framundan!!

---

Annars allt við það sama ... Lauga fékk ennþá meira hrós í skólanum/vinnunni. Þessi sami Jón Jónsson læknir, sem var svo ánægður í fyrradag, átti varla orð til að lýsa hrifningu sinni á frammistöðu hennar í dag. Þetta er víst maðurinn sem hælir aldrei neinum ...

Guddan í banastuði ... núna er hún á kafi í því að ropa og segja "agasi" (þ.e. afsakið) á eftir. Það var haft eftir einum kennara hennar að hún hefði sungið og dansað alveg rosalega mikið í dag.  

Hún hélt uppteknum hætti þegar hún kom heim ... söng og dansaði ... já og talaði ...

Við Lauga erum alvarlega farin að hugsa næstu skref í söng og dansi hjá henni ... einhvern veginn verður að vinna þetta áfram ... þó allt á hennar forsendum.  Það er mikilvægast af öllu.

Skelli hér inn einni gamalli ... ágúst 2008 ... svona leit söngvarinn og dansarinn út þá!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband