Miðvikudagur 16. febrúar 2011 - Um "M-syndrómið" og fleira

Í dag barst síðuhaldara sú athugasemd að mánudagsfærslan (14. febrúar) lyktaði af svokölluðu "M-syndrómi" en "M-syndróm" er þegar fólk ræðir við aðra um menn og málefni sem það sjálft gjörþekkir og lætur eins og allir séu jafnvel að sér um þessa sömu "hluti".

Dæmi úr mánudagsfærslunni: "... svo sendu dönsku félagar mínir mér demo af sýndarveruleikanum ...

Hvaða dönsku félagar? Hvaða sýndarveruleiki?

Þessi aðili sem sendi inn athugasemdina, sagðist fylgjast og hefði fylgst mjög vel með síðunni um langt skeið en hefði alveg komið af fjöllum þegar hann las þessa setningu.

Klassískt dæmi um "M-syndróm"!

---

Jæja ... 

Áfram heldur tilveran og í gær og í dag hef ég áfram verið að vinna í sýndarveruleikanum sem ég er að vinna í samstarfi við dönsku félaga mína.

Til að útskýra þetta betur þá verður sýndarveruleikinn notaður í þriðju og síðustu rannsókninni minni í doktorsverkefninu mínu. Vegna þess að það er ekki hlaupið að því að búa til svona sýndarveruleika leitaði ég logandi ljósi að einhverjum snillingum sem gætu hjálpað mér með að útbúa hann.

Fyrir röð tilviljana komst ég í fyrra í samband við danska stráka sem eru mjög flinkir í þessu og voru þeir tilbúnir að aðstoða mig við þetta verkefni.

Þessi sýndarveruleikarannsókn er mjög áhugaverð því í henni ætla ég að kanna hvort fólk upplifir mismunandi mikla streitulosun ef það ferðast um í mismunandi sýndarveruleikaumhverfi, líkt og það gerir ef það ferðast í mismunandi umhverfi í raunveruleikanum.  

Inn í þessa vinnu fléttast svo nokkrir nemar við Uppsala-háskóla sem ætla að annast gagnasöfnunina fyrir mig ... sem er náttúrulega alveg frábært, því þá get ég einbeitt mér að öðrum hlutum á meðan.

---

Lauga er gjörsamlega að brillera í náminu eins og áður ... í gær sagði einhver læknir við hana að hún stæði sig bara vel. Lauga sagði bara "já takk".

Síðar um daginn hitti hún leiðbeinanda sinn sem sagði: "Ég heyrði að Jón Jónsson læknir hefði sagt að þú stæðir þig bara vel ... sko, ef hann segir að þú standir þig vel ... þá stendur þú þig vel!!!!

Þetta er bara algjör snilld!!!

---

Svo er það að frétta að stubb að það skín svo mikil gleði úr andlitinu að það er bara alveg ótrúlega gaman.

Guddan er bara skælbrosandi allan daginn og kyssir foreldrana til skiptis, faðmar, hlær, talar, syngur og dansar.

Hlutirnir eru því alveg í svellandi góðu standi hér í Uppsala ...

Gítarinn er að koma sterkur inn. Þarna er verið að horfa á KISS og reynt að spila með. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband