Laugardagur 19. febrúar 2011 - Fimbulkuldi í Uppsala

Satt að segja er lítið um þennan dag að segja nema að ég er búinn að sitja fyrir framan tölvuna í allan dag að vinna ... í sýndarveruleikanum mínum ... 

Mæðgurnar eru búnar að vera í stuði í dag, mikið búið að hlaupa og djöflast ... 

Úti er skítakuldi og ekki mikil löngun til að stíga út fyrir þröskuldinn ... t.d. þegar þetta er skrifað er -21°C ... en brátt fer nú sjálfsagt að vora ... en þegar það er búið að vera frost nánast í 3,5 mánuði samfleytt ásamt snjó, þá fer þetta nú að verða fínt ...

---

Við Lauga höfum bæði í morgun og í gærkvöldi verið að ræða skemmtilega hluti eins og t.d. mikilvægi þess að taka lífinu hæfilega létt ... að vera ekki hræddur við hlutina ... 

Maður er oft á tíðum alltof hræddur og stífur til að njóta lífsins almennilega.  Maður er með einhvern front og þorir ekki að leyfa hlutunum bara að hafa sinn gang.  Of mikil stjórnun ... passa sig að gera rétt ...

Þetta er í rauninni alveg "dead boring" hugsun ...

... mikið vildi ég núna að ég nennti að halda áfram að skrifa þessa færslu ... en ég bara því miður nenni því ekki ... sorry :) .

Þreyttur og latur og ætla bara að leyfa hlutunum að hafa sinn gang ... ;)

Engin mynd ... ekkert :)

Bæ. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband