"Að vera í formi" II

Eftir töluverðar vangaveltur og eftirgrennslan í tengslum við spurningu gærdagsins um hvað sé "að vera í formi", set ég fram eftirfarandi drög að skilgreiningu:

"Að vera í formi er þegar líkamleg geta einstaklings er í samræmi við raunhæfar væntingar hans um eigin líkamlega getu og andlega líðan."

Þannig ákvarðast "form" viðkomandi af hans eigin hugmyndum um að hvað er "að vera í formi" í stað þess að miðast út frá því hvenær öðrum finnst hann vera "í formi".  Fyrir þá sem eiga erfitt með að koma sér af stað að stunda reglubundna hreyfingu, gæti því verið ráð að velta eigin hugmyndum um "form" fyrir sér.  Einn gæti talið sig "að vera í formi" þegar hann getur gengið upp á Esjuna þó það taki hann heilan dag meðan annar lítur á sig "í formi" ef hann lýkur maraþonhlaupi á innan við 3 klukkustundum.

Að þessu sögðu segi ég bara pass!!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fínar pælingar um "form". Yfirleitt er rokið af stað, allt sett á fullt en engar væntingar eða hugmyndir um hvert skal stefnt. Fólk fer í "átak" þar sem þjálfunin ætti jafnvel frekar við afreksfólk í íþróttum! Allt eða ekkert. Eftir 1-3 mánuði er átakið búið og hugsanlega einhverju takmarki náð...en hvað svo? Oftar en ekki sýnist mér allt fara í fyrra horf á undraskömmum tíma enda erfitt að halda svona áfram. Ég hef nokkrum sinnum lent í þessu sjálfur! Alltof lítil áhersla er lögð á andlega formið jafnhliða því líkamlega en kröfur og væntingar hvers og eins hljóta að vera (eða EIGA að vera!) misjafnar. Hvenær er maður sáttur? Skilgreining þín er góð og lykilatriðið er "raunhæfar væntingar" því uppgjöf fylgir óhjákvæmilega óraunhæfum væntingum.

Kv. Stj.

Dóri P (IP-tala skráð) 30.1.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband