"Að vera í formi!"

Sífellt er hamrað á íbúum hins vestræna heims að huga að heilsunni og mikilvægi þess "að vera í formi".  Það eru haldin átaksnámskeið og aðhaldsnámskeið, í kjólinn eftir jólin - námskeið, o.s.frv.  Sett eru upp hvatningarkerfi, GetÆtlaSkal-kerfi, áskorunarkerfi o.þ.u.l.  Fullkomnir og glæsilegir líkamsræktarsalir til boðnir fram, næringaráðgjafar eru til taks sem og sjúkraþjálfarar, einkaþjálfarar, heilsuráðgjafar o.m.fl.  Samt er hin blákalda staðreynd sú að mjög hátt hlutfall þeirra sem vilja taka til hjá sér í heilsufarslegum skilningi, hafa sig ekki í það.

Nú er sjálfsagt ekki einhlít skýring á því hvers vegna svo er, en mitt mat er að stórlega vanti upp á hugarfar fólks sé virkjað með réttum hætti.  Því ætla ég að varpa fram einni spurningu sem mér finnst vera grundvallarspurning þegar fjallað er um líkamsrækt og hefur áhrif á allt sem á eftir kemur.  Spurningin er þessi:

Hvað þýðir það "að vera í formi"?

Þrátt fyrir að orðtakið sé mikið notað hef ég ekki, enn sem komið er, fengið fullnægjandi skilgreiningu á því.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband