Fimmtudagur 7. október 2010 - Að vera hræddur

Það er búið að vera vitlaust að gera síðustu daga og því var afar kærkomið að geta aðeins andað í dag ... áður en næsta törn hefst.

En ég ætlaði nú ekkert að skrifa um þetta ... ætlaði að skrifa um eitthvað allt annað ...

Eins og ég hef áður sagt, er mér alltaf að detta eitthvað sniðugt í hug allan daginn, einhverjar pælingar sem gaman væri að setja niður á "blað" en svo þegar á að fara inn á "lagerinn" og ná í eitthvað vænlegt, þá er allt tómt!

--- 

Lauga var að segja mér frá athyglisverðri pælingu í dag sem hún heyrði talað um í vinnunni hjá sér ...

... og hún er að mannskepnan hafi í raun bara tvær tilfinningar ... gleði og hræðslu.  Og allar aðrar tilfinningar séu einhvers konar afleiðing þessara tveggja ... þannig sé reiði t.d. bara afsprengi af hræðslu.

Fyrstu viðbrögð hjá mér voru að þetta gæti nú varla staðist ... en svo fórum við að pæla í þessu ... og komumst að því að það er heilmikið til í þessu. 

Ég fór að pæla í reiði minni við GHPL þegar hún frussaði lýsinu út úr sér í gær.  

Af hverju reiddist ég?

Þegar ég rúlla í gegnum atvikið í huganum þá man ég að það fyrsta sem ég hugsaði var að lýsið væri í fötin hennar en hún var í tiltölulega nýlegum fötum ...

... og það er lítið grín að sulla lýsi í fötin sín ...

Ergo - ég var hræddur um að fötin myndu skemmast ... það var ástæðan fyrir reiðinni ... held ég :) .

Svo fór ég að spá í af hverju ég verð pirraður þegar Guddan hangir utan í móður sinni dagana langa og ég má hvergi koma nærri án þess að allt fari til andskotans.

"Hræddur um að hún muni aldrei taka þig í sátt?" spurði Lauga.  

Það er góð og rökrétt tillaga en mér finnst samt það ekki vera málið því ég hef svo sem engar áhyggjur af því ...  held að ég hafi nú alveg nógu breitt bak til að þola að 2ja ára gamalt barn gefi svolítinn skít í mig af og til ...

Því hef ég verið hugsi yfir þessu í kvöld ... og var eiginlega alveg að því kominn að afsanna kenninguna um bara tvær tilfinningar, þegar ég datt niður á það sem ég held að skýri þetta.

Skýringin er eftirfarandi: "Ég er hræddur um það að Lauga verði pirruð á því að Syd hangir alltaf svona í henni og að pirringurinn bitni á mér."

Ég sagði Laugu frá þessari skýringu minni: "Blessaður ... þú þarft nú ekkert að vera hræddur um það.

Það er líklega rétt hjá henni ... þetta er óþarfa hræðsla ... enda móðirin með afbrigðum þolinmóð ...

---

Við skruppum í göngutúr í kvöld ...

 
Mæðgurnar staddar í Källparken.

 
Klifrað á leikvellinum við Gröna gatan. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband