Fimmtudagur 16. september 2010 - Að svara tölvupósti

Ég var búinn að ákveða að blogga einhverja svakalega snilld í kvöld ... 

... en nú er ég algjörlega búinn að gleyma því efni ...

--- 

Eins og vant er hringlar ekkert nema umhverfissálfræði og hvatningarsálfræði í hausnum á mér.

Það er reyndar eitt sem ég hef verið að velta fyrir mér síðustu misserin, ekki síst vegna þess að ég er með mörg járn í eldinum út um allar trissur og er að senda tölvupósta hingað og þangað.

Vangavelturnar snúa að því hvernig fólk meðhöndlar tölvupósta sem því berast.

Það gerist æ ofan í æ að maður sendir einhverjum tölvupóst ... og maður fær 0% viðbrögð í marga, marga daga.  Maður hefur ekki hugmynd um hvort viðkomandi sá póstinn eða las póstinn eða hvort pósturinn lenti hreinlega í einhverju "junk boxi" og barst aldrei viðkomandi.

Ég er nú ekki að ætlast til þess að fólk svari öllu sem frá mér kemur umsvifalaust, en mér finnst satt að segja afskaplega viðeigandi, ef ekki er hægt að svara innan sólarhrings, að senda eina stutta línu t.d. "ég er búin(n) að sjá póstinn frá þér og mun svara honum eins fljótt og ég get".  Og standa svo við það ;) .

Núna er ég t.d. að bíða eftir mikilvægum svörum frá tveimur aðilum.  Ég hef ekki hugmynd hvort þessir aðilar hafa yfirleitt séð póstinn sem ég sendi þeim eða hvort þeir eru búnir að setja þau mál sem póstarnir fjalla um í einhvern farveg og eru sjálfir að bíða svara.  Þannig geta málin verið í algjöru stoppi en líka á blússandi siglingu ... það er bara ómögulegt að vita, því viðbrögðin eru þau sömu ... þ.e. engin.

Mér finnst þetta samskiptamynstur mjög merkilegt í raun og hef verið að velta fyrir mér af hverju þessi svörunartregða stafar.

Er þetta streita, tímaleysi, leti, léleg tímastjórn, áhugaleysi, gleymska eða ... ?!?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Áhugaverð pæling. Hef einnig verið að velta þessu fyrir mér og komist að þeirri niðurstöðu að mér finnist það aðallega dónaskapur að svara ekki tölvupósti. Það væri áhugavert að vita hvort þú lendir í þessu einungis með Íslendingana eða hvort þjóðerni skipti ekki máli.

Linda (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 20:21

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Tek reyndar heilshugar undir þetta með dónaskapinn ...

Þetta hegðunarmynstur varðandi tölvupóstinn virðist vera alþjóðlegt, það virðist engu máli skipta hvort maður er að díla við Ástrali, Ameríkana eða Íslendinga. Allir taka tölvupóstinum frekar létt :) .

Páll Jakob Líndal, 17.9.2010 kl. 20:43

3 identicon

Ég er á því að þetta sé gleymska í bland við lélega tímastjórnun en tímaleysi sem orsakar streitu spilar einnig inn í ... og allt fer í steik!:) Maður á bara að venja sig á að svara öllum póstum strax í stað þess að bíða og ætla að svara seinna. Þá vilja svörin dragast úr hófi, ef þau þá berast nokkurn tímann! Sumir póstar kalla svo sem á ígrunduð og tímafrek svör en eins og þú segir er óvitlaust að láta amk vita að maður hafi séð póstinn...

Stjóri (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 01:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband