Miðvikudagur 15. september 2010 - Að tala íslensku

"Maríuplebpleb" sagði dóttirin í morgun þegar hún benti á mynd af maríubjöllu.

Orðið "maríuplebpleb" myndi líkast til seint teljast íslenskt orð ... 

Á barnaheimilinu er sagt að Sydney Houdini tali alveg svakalega mikla íslensku.  "Hún bara talar og talar á íslensku", segja kennararnir hver í kapp við annan. 
Þetta finnst okkur Laugu afar skrýtinn málflutningur, því við heyrum nú ekki þennan mikla íslenska ræðuflutning.  Það má kannski segja að eitt og eitt íslenskt orð hrjóti af vörum hennar þegar masið nær hæstu hæðum ... annars er þetta nú bara 99% tómt dómadags rugl.

En það lítur sum sé út fyrir að "maríuplebpleb" og annað álíka hljómi sem íslensk orð í eyrum sænskra leikskólakennara ...

---

Hér hefur bókstaflega allur dagurinn farið í að undirbúa umsókn til siðanefndar Landspítala - háskólasjúkrahúss.  Það er með hreinum ólíkindum hvað svona stúss tekur langan tíma ... og maður gerir ekki annað á meðan ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband