Mánudagur 13. september 2010 - Fjórir ráðherrar innvortis?

Óhætt er að segja að þessi fyrirsögn á www.dv.is hafi fengið mig til að sjá hlutina í nýju ljósi ...

 

Sverrir félagi minn benti mér á að þetta gæti verið ástæða þess að mér hefur verið illt í rifjakassanum vinstra megin í um 10 daga ... ég hélt að verkurinn stafaði af olnbogaskoti sem ég fékk í fyrri leiknum við pizzubakarana ...

---

Susanne, uppáhaldsleikskólakennari dóttur minnar segir að dóttirin hafi mjög mikið skap.  Hún eigi það til að taka "kastið" við það eitt að hún sé spurð ofursaklausra spurninga, á borð við "viltu epli?" eða "viltu sjá blómið?"

Einnig upphefjast stutt en kröftug mótmæli þegar hádegislúrinn er næstur á dagskránni á leikskólanum.

Já, það er óhætt að segja að dóttirin sé verðugt viðfangsefni ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skap? Hvaðan skyldi hún nú hafa það? :o)

Fyrirsögnin gæti nú líka vísað til þess að það leyndist innra með þér ráðherraefni eða tvö...

Knús á línuna...

Helga G (IP-tala skráð) 15.9.2010 kl. 15:34

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Skapið hefur hún að sjálfsögðu frá móður sinni, sem er alltaf kolvitlaus ... ;)

Þetta er reyndar athyglisverður punktur með ráðherraefnin ... setur hlutina algjörlega nýtt samhengi, sem vert er að athuga enda sýnist mér ekki vanþörf á að fá almennilega menn í ráðherradjobbin :) .

Páll Jakob Líndal, 16.9.2010 kl. 08:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband