Fimmtudagur 2. september 2010 - Fótboltaliðið 20 mínútur

Eftir um viku mun fótboltaliðið 20 mínútur halda á hið árlega Klakamót, sem haldið verður í Lundi.

Undirritaður hefur verið valinn í starf "þjálfara" og er það í annað skiptið á ævinni sem honum hlotnast sú tign.  Starf "þjálfara" 20 mínútna er þó fremur viðalítið og byggist að mestu leyti á því að skipta sjálfum sér aldrei útaf meðan á leik stendur en láta alla aðra "rótera" ... ekki slæmt hlutskipti það.

Í kvöld var settur á fyrsti formlegi æfingaleikurinn hjá liðinu og var hann haldinn á grasvellinum í Herrhagen.  Reyndar var hann fremur seint í kvöld, þannig birtuskilyrði voru hræðileg, vægt til orða tekið. 

Vildi "þjálfarinn" ólmur að liðin flyttu sig á upplýstan gervigrasvöll sem var skammt frá, en til að gera langa sögu stutta, þá var ekkert hlustað á hann.

Andstæðingurinn að þessu sinni var lið pizzubakara í Herrhagen, sem ku vera langbesta liðið í 7. deildinni hér í Uppsalalandi (held ég).  Það er ekki að sökum að spyrja ... 20 mínútur fór með sigur af hólmi úr viðureigninni 5 - 4.

Að sjálfsögðu var "þjálfi" markahæstur með 2 mörk, en þau hefðu auðvitað átt að verða miklu fleiri.

Nú seint í kvöld skoraði lið pizzubakaranna aftur á 20 mínútur.  Fer sá leikur fram á sunnudagskvöldið kl. 21 og verður þá leikið á gervigrasinu í Herrhagen undir fullum ljósum.

Pizzubakararnir geta farið að biðja fyrir sér ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

...nema þeir séu allir haldnir náttblindu og þeirra sanna eðli muni koma í ljós í birtunni...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 3.9.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband