Miðvikudagur 1. september 2010 - Að fara yfir stafrófið

Töluvert hefur nú gerst síðan síðast var ritað á þessa síðu ... verkefnin hafa verið ærin, raunar svo mikil að síðuhaldari hefur ekki haft þrek til að skrifa blogg ...

Úr því verður bætt núna.

--- 

Lauga byrjaði í skólanum í dag ... þannig að þá má segja að ballið sé formlega hafið ... :)  Hún er óð og uppvæg að segja mér frá öllu því sem getur hent augun í fólki ... sem nota bene er ekkert smávegis fjölbreytilegt og skilur hreinlega ekkert í því þegar ég neita að skoða myndir af stokkbólgnum, graftarsprungnum augum meðan ég borða.

En ráðið sem ég hef til varnar er að bjóða upp á "díl" sem er þannig að ef ég skoða myndirnar þá má ég segja henni í smáatriðum frá muninum á "hornréttum og hornskökkum snúningi í þáttagreiningu" og ræða við hana um "þáttahleðslur".

Hún hefur ekki samþykkt þann "díl" ennþá ... sem betur fer ...

---

Svo fékk ég þau tíðindi í dag að fyrsta "aðalskipulagsskilti" í heiminum væri komið í hús á Djúpavogi.

Þetta er hugmynd sem unnið hefur verið að í nokkurn tíma en meiningin með skiltinu er að fræða íbúa og gesti á Djúpavogi um hið merka plagg "Aðalskipulag Djúpavogshrepps 2008 - 2020", sem ég tel vera með djörfustu skipulagsáætlunum sem settar hafa verið fram á Íslandi.


Andrés Djúpavogsoddviti (t.v.) ásamt ónefndum hjálparkokki með aðalskipulagskortið,
hið fyrsta í heiminum.

Almennt séð veit fólk ekkert um hvað aðalskipulög snúast, þannig að með skiltinu er gerð tilraun til að brúa það bil og svipta hulunni af hugtakinu "aðalskipulag".  Það er mjög gaman að Djúpavogshreppur skuli ráðast í gerð þessa skiltis og spennandi að sjá hvernig því verður tekið.

Það má svo fylgja að "aðalskipulag" er í raun ekkert annað en stefna sveitarfélags í margvíslegum málaflokkum á einhverju tilteknu árabili ... ekkert flókið við það en getur verið afar áhugavert.

---

Að lokum eru hér tvö myndbönd af dótturinni að fást við stafrófið.

Eins og ég hef, held ég áður sagt, á þessum vettvangi þá hef ég í nokkra mánuði verið að prófa, meðan við borðum morgunmatinn, að fara yfir stafrófið með dótturinni.  Þessi lærdómur er algjörlega á hennar forsendum, þannig að ef hún nennir ekki að röfla um bókstafina, þá röflum við bara ekkert um þá ... stjórnin er algjörlega í hennar höndum.  

Það er forvitnilegt að sjá hversu langt er hægt að komast með þetta ... en það má allt eins vera að á morgun hætti hún að hafa áhuga á þessu ... það verður bara að koma í ljós.

Við tökum gjarnan lagið meðan farið er yfir stafrófið ... og í dag byrjaði hún allt í einu að taka undir ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Snilldarstúlka, ekkert smá dugleg með stafrófið :O)

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 3.9.2010 kl. 21:25

2 identicon

Abba (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 18:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband