Föstudagur 3. september 2010 - Að hlaupa

Heilmikil gagnasöfnun hefur farið fram í gær og í dag fyrir doktorsverkefnið mitt ... ekki svo að skilja að söfnuninni sé lokið ... fjarri því.

En ágætt það sem komið er.

---

Sydney Houdini er búin að vera hress í dag, sem og í gær og fyrradag.  Alveg sérstaklega hress.

Á barnaheimilinu er þess sérstaklega getið dag eftir dag að blessað barnið hlaupi og hlaupi ... já, hún hleypur meira og minna allan daginn.  Einn kennarinn sagði að sennilega yrði hún íþróttakona ...

... það kæmi nú ekki á óvart ef svo yrði ... enda er hún dóttir eins efnilegasta kvenhástökkvara sem Ísland hefur alið.

Móðirin varð margfaldur Íslandsmeistari á unglingsaldri ... enda stökk hún hæð sína léttilega.  Hún var þrábeðin um að mæta á æfingar hjá unglingalandsliðinu í frjálsum íþróttum en NENNTI því ekki!!!

Þó ég viti ekkert um það ... þá er ég viss um að Lauga hefði keppt á Ólympíuleikunum í Atlanta 1996 og í Sydney 2000 ef hún hefði haldið áfram.

Kannski getum við Guddan bara prísað okkur sæl með að hún nennti ekki ... því sjálfsagt hefðu hlutirnir þróast öðruvísi, þ.e. við Lauga hefðum ekki hittst þann 12. október 1996 í Þjóðleikhúskjallaranum og engin Gudda hefði fæðst þann 7. júní 12 árum síðar.

En hvort fröken Sydney verður íþróttakona eða ekki verður tíminn að leiða í ljós ... hennar er valið ...

Í dag ritaði dóttirin bréf á tölvuna ... það fyrsta í töluvert langan tíma.  Klárlega er þetta fyrsta bréfið þar sem hún þekkir stafina sem hún er að skrifa ... sjón er sögu ríkari.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þessi prinsessa er náttúrulega alger snilllllli !!!

Abba (IP-tala skráð) 8.9.2010 kl. 17:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband