Sunnudagur 23. maí 2010

Vorum í þessari líka góðu brúðkaupsveislu í gærkvöldi.  

Karvel og Arna að giftast.

 

Fullt hús af skemmtilegu fólki, sungið, hlegið og skemmt sér. 

Ekki spillti grillað íslenskt lambalæri fyrir ... ;)

--- 

Guðrún sullaði niður nokkrum dropum af mjólk á stofuborðið í kaffitímanum.

Hún var beðin um að sækja tusku til að þurrka.

Það var auðsótt mál ... skrapp fram á baðherbergi og í óhreinatauskörfuna.  Kom þaðan sigri hrósandi með hvítan sokk í höndinni, gekk að borðinu og þurrkaði samviskusamlega dropana.

Svo var sokknum skilað samviskusamlega í körfuna aftur.

--- 

Skrapp í dásamlegan fótbolta í dag ... í góðri rigningu, svölu veðri og dálítið hvössu.

Sydney-veður síðustu daga á undanhaldi og hreinræktað íslenskt veður tekið við. 

---

Gjörningur minn í dag fólst í því að horfa á Næturvaktina.

Það hljómar örugglega skringilega í eyrum margra að við Lauga höfðum fyrir kvöldið í kvöld ekki séð einn einasta þátt af Næturvaktinni.

Ég ákvað því að í dag myndi ég gera eitthvað nýtt, sem ég hefði aldrei gert áður ... og það var að horfa á Næturvaktina.  Ég var ekki svikinn ... stórkostlegir þættir ...

Lauga ákvað hinsvegar að baka skúffuköku algjörlega frá grunni.  Það hefur hún aldrei gert fyrr að eigin sögn. 

---

Hér er Sydney Houdini í veislunni í gær ... á Bobby Car, hvorki meira né minna!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sokkur eða tuska...skiptir ekki máli  Mér líst betur á gjörninginn í dag (hvernig datt þér annars í hug að drekka mjólk úr plastpoka?? :) enda Næturvaktin frábær. Þið eruð heppin að eiga Dagvaktina og Fangavaktina eftir því þessar seríur eru hverjar annarri betri. Leikararnir fara á kostum, og þá ekki síst væntanlegur borgarstjóri í Reykjavík!  

Stjóri (IP-tala skráð) 24.5.2010 kl. 01:10

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Það er von að spurt sé um gjörninginn að drekka mjólk úr plastpoka. Ég veit ekki af hverju mér datt það í hug ... en að fenginni reynslu þá mæli ég ekkert sérstaklega með því. Alveg tvímælalaust betra að drekka úr bolla eða glasi, nú eða skál jafnvel.

Páll Jakob Líndal, 24.5.2010 kl. 07:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband