Laugardagur 22. maí 2010 - Að framkvæma gjörning

"Hún prumpar alltaf bara", sagði Lauga og leit á mig.  Guddan sat á koppnum sínum.
"Það er sjónarmið", svaraði ég.
"Já." Lauga dró annað augað í pung og kinkaði kolli.  "Það er rétt ... " 

Það er gaman að spá í samræður fólks ...  

--- 

Ég las í Mogganum í dag um konu sem ákvað að gera eitthvað á hverjum degi í eitt ár, sem hún hafði aldrei gert áður.

Við Lauga ætlum að gera þetta líka. Ætlum að taka einn mánuð.

Í dag ætla ég að drekka mjólk út plastpoka.
Lauga ætlar að ganga afturábak upp tröppurnar í stigaganginum.

---

Núna 12 klst og einni giftingarveislu síðar held ég áfram með þessa færslu ...

Ég veit ekki hvort Lauga gekk afturábak upp tröppurnar í stigaganginum.

En ég veit að það er krefst smá útsjónarsemi að drekka mjólk úr plastpoka án þess að sulla niður á sig.
Gjörningi nr. 1 er sum sé lokið.

---

Skrifa eitthvað massíft á morgun ... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband