Föstudagur 9. apríl 2010 - Að hugsa

Þetta er búið að vera mjög "effektífur" dagur í dag ... mikið búið að lesa, skrifa og pæla ...

Klukkan samt eiginlega orðin of margt til að ræða í einhverjum smáatriðum hvaða pælingar voru í gangi ...

Tek frekar upp léttara hjal ...

---

Fröken Sydney fékk sér klippingu í baði í kvöld ... er þetta ekki það sem kallað er súpuskálarklipping?  Minnir að Stebbi bróðir kalli þetta reyndar Prins Valiant-klippingu?!?

Klippingin minnir nokkuð á klippingu skærustu stjörnu heimsins í dag ... hinum tævaníska Lin-Yu Chun, sem söng "I will always love you" af stakri snilld í sjónvarpinu á dögunum.
Þeir, fáu sem ekki hafa heyrst minnst á Chun ættu að smella hérna.

---

Annars las ég ágæta grein eftir Sigurð Erlingsson sem birtist á www.mbl.is í dag fjallaði um sjálfstraust og það hvernig endalaust raus og neikvæðni brjóta sjálfstraust barna niður ...

... ég hef áður skrifað um það á þessu bloggi hvað mér finnst um það nagg sem mörg börn þurfa að búa við alla sína æsku ... og skil ekki hvernig nokkurt foreldri getur fengið þá niðurstöðu að það stuðli að farsæld afkvæma sinna að tuða signt og heilagt í þeim ...

---

Annars erum við Lauga að koma okkur upp góðum vana ... og felst hann í því að verja saman um 30 mínútum á hverju kvöldi, þar sem við teygjum á og um leið ræðum daginn. 
Hvoru okkar er uppálagt að draga fram fimm jákvæð atriði sem áttu sér stað þá um daginn ... segja stuttlega frá þeim, af hverju þau skiptu máli og hvað verður gert í framhaldinu ...

... þetta er mjög áhugavert og gefandi að ræða þetta ... og jafnvel dálítið krefjandi, en með þessu móti gerist tvennt.
1. Það fæst yfirlit yfir hvað verið er að gera og hugsa.
2. Dagurinn endar á jákvæðum nótum.

Hvet alla til að prófa þetta ...

---

Svo hef ég verið að taka mataræðið í gegn hjá mér ... og hef ákveðið að hætta bara alveg að drekka kók, allavegana í nokkra mánuði ... ætla frekar að drekka 7Up ef eitthvert gos verður á annað borð drukkið.
Kókið er bara svo hroðalega mikið eitur að það er illskiljanlegt að maður sé að svolgra því í sig ... algjörlega óbeðinn ...

Hreyfingarpakkinn fer svo að fara af stað, þegar hálsbólgan minnkar aðeins meira frá því sem nú er ... það er sum sé allt að gerast. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband