Fimmtudagur 14. janúar 2010

Gengur ekkert að fara snemma að sofa ... klukkan er alltaf orðin eitthvað rosalegt þegar maður rankar við sér ...

Það er nú bara þannig að á þessum bænum gerist bókstaflega ekki neitt þessa dagana, því ég er önnum kafinn við að skrifa grein sem hugsuð er til birtingar í einhverju góðu vísindatímariti. 

Í mínum huga er þetta verkefni mjög skemmtilegt ... það er gaman að sjá hvernig hugmynd mín að rannsókn verður að rannsókn og loks að niðurstöðum og vonandi að tímaritsgrein fljótlega. 

Gagnagreiningin er langt komin og niðurstöðurnar athyglisverðar.  Eftir viku leggst ég yfir greininguna með leiðbeinanda mínum og gefi hann grænt ljós á vinnuna mína, er ekkert eftir nema að ljúka við greinina og senda inn á eitthvert tímaritið.

---

Einnig er gaman að segja frá því að ég er að fara halda námskeið í umhverfissálfræði í mars nk.  Verður námskeiðið á vegum Sumarhússins og garðsins og allir sem hafa áhuga á að fræðast svolítið um samspil fólks og umhverfis eru velkomnir.  Kíkið endilega á athyglisverða námskeiðaflóru Sumarhússins og garðsins hér.

***********************************
8. dagur í líkamsrækt

Hreyfingin gengur vel - hlaupnir voru 4.3 km í dag án nokkurra vandkvæða

Morgundagurinn býður upp á hlaup á nýjan leik.  Þá verða teknar fyrir hraðabreytingar.
***********************************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband