Miðvikudagur 13. janúar 2010

Í dag vann fröken Gudda það afrek að detta afturábak af sófaarminum ofan í dótakassann sinn.  Fór betur en á horfðist, og mikið vorum við fegin að sett dótakassinn þarna við sófaendann.

Henni tókst líka að detta fram úr sófanum með höfuðið í fylkingarbrjósti.  Sem betur fer var búið að raða púðum á gólfið, einmitt þar sem atvik sem þetta, hefur legið yfir eins og mara um nokkurt skeið.

Því verður ekki neitað svona eftirá að bæði atvikin voru kostuleg áhorfunar ...

Klifurbrölt dótturinnar ætlar engann endi að taka ... sjáið t.d. meðfylgjandi mynd ...

Hún sum sé búin að jafna sig af hitakastinu, sýndi og sannaði það í dag.

Síðustu dagar hafa verið dekurdagar, en í dag var dregið allverulega úr þeim þægindum sem geta fylgt því þegar lítil skotta er veik.  Og viðbrögðin létu ekki á sér standa.  Hún grét og lét öllum illum látum, ef hún fékk ekki það sem hún bað um.

Þegar frekjuköstin voru að ná hámarki var ekki annað hægt en að hasta ofurlítið á hana og viti menn ... það var eins og hún hreinlega áttaði sig á því að þetta gengi ekki ... öskrin snarhættu og hún varð hin ljúfasta í kjölfarið ...

... þetta var dálítið merkilegt ...

---

Dagurinn hefur liðið við vinnu, líkt og er við hæfi ... og vinnan gengur vel og er skemmtileg ...

************************
7. dagur í líkamsrækt árið 2010

Fór að lyfta í Friskis & Svettis ... fín törn þar

Á morgun er útihlaup ... ég ætla að lengja vegalendina, fer 4 km
************************* 

Ef einhver leiðir hugann að því hvort dótturinnar sé ekki nægjanlega vel gætt, skal það tekið fram að hér á heimilinu er unnið hörðum höndum á hverjum degi að upphugsa leiðir til að koma í veg fyrir að dóttirin slasi sig og mikið lagt að mörkum til að gæta hennar sem mest og best ... sumt er bara ekki hægt að koma í veg fyrir ... bara svo það sé á hreinu ;) .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband