Laugardagur 16. janúar 2009

Það er bannað að klifra upp á matarborðið ... þetta er ein af fáum reglum sem við Lauga höfum sett Guðrúnu og fylgjum undantekningarlaust eftir.  Strax þegar fóturinn teygir sig upp á borðbrúnina þá er hnippt í telpuna.

Í hádeginu í dag brást vöktunarkerfið ... Guddan komst upp á borð og varð himinlifandi.  Hún var stoppuð af þegar hún ætlaði að fá sér sæti í ávaxtaskálinni sem var á borðinu.  Hverjum dettur eiginlega í hug að setjast í ávaxtaskál?!?

Lauga eldaði dýrindis mat í kvöld.  Lambafillé frá Íslandi.  Margt gómsætt meðlæti, t.d. ávaxtasalat sem rjóma og ofurlitlu majonesi.  Allir fengu sinn skammt af góðgætinu, hver á sinn disk eins og venja er.  Yngsta meðlimnum datt það snjallræði í hug að stinga höndunum á kaf ofan í ávaxtasalatið og bera dýrðlegheitin í hárið ... hlaut það uppátæki fádæma undirtektir.

Svo braut sú stutta blað þegar hún sofnaði í hádeginu inni í stofu og ekki voru vögguvísurnar af verri endanum ... hér er smá brot ...

Eftir lúrinn var svo farið út á snjóþotu ... og það var nú svei mér gaman ... hér eru myndir af frá þeim ævintýrum ...

Það er svo gaman að segja frá því að þrátt fyrir að það sé miður vetur hér í Uppsala, er síður en svo sjálfsagt mál að hægt sé að kaupa snjóþotu.  Höfðum við reynt það töluvert áður en árangur náðist ...

... ástæðan var sú að þær urðu uppseldar milli jóla og nýjárs og algjörlega óvíst um nýjar sendingar.  Þetta átti ekki bara við í einhverri einni búð, heldur í a.m.k. fimm búðum sem við höfðum samband við ... Svíar eru nefnilega svo fyrirhyggjusamir að búið er að kaupa snjóþotu áður en veturinn gengur í garð.

Fyrir rælni þá hittum við þó á eitt stykki ... þvílíkur grís ...

*********************
10. dagur í líkamsrækt árið 2010

Farið í Friskis & Svettis - róður í 15 mín og stigvél í 15 mín / magi, bak og teygjur

Á morgun fer ég á Taekwondo-æfingu og í fótbolta.
*********************

Loks smá updeit frá gærdeginum ...

*********************
9. dagur í líkamsrækt árið 2010

Út að hlaupa - samtals 3,2 km - 4x50 m sprettur og 1x150 m sprettur / teygjur
*********************


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Guðrún og Halldór Pálmar

Vá ekkert smá dugleg að renna sér! Annað en frændi hennar sem grenjaði bara á mig þegar ég fór með hann á sleða í fyrsta skiptið. Hefur sem betur fer uppgötvað dásemdir snjósleðans síðan þá...

Helga Guðrún og Halldór Pálmar, 22.1.2010 kl. 08:23

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Dóttirin tók sleðann í nefið ... án nokkurra vandkvæða ;)

Páll Jakob Líndal, 23.1.2010 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband