Þriðjudagur 22. desember 2009

Guddan að hressast ... hitinn að nálgast það sem eðlilegt getur talist ...

Eins og áður hef ég verið að vinna í verkefninu mínu í dag ... er að spá í að taka mér frí á morgun og skreppa í IKEA að kaupa jólaseríur.

---

Annars er ég búinn að hlæja mikið af frétt, sem birtist í dag, og fjallaði um skráningu Gunnlaugs Haraldssonar á sögu Akraneskaupstaðar.  Á síðustu 10 eða 12 árum (vefmiðlum ber ekki alveg saman um tímalengdina) hefur Gunnlaugur fengið rétt um 75 milljónir til að skrá sögu Akraneskaupstaðar frá landnámi til upphafs 18. aldar.

75 milljónir!!  Og það besta er að ekki sér enn fyrir endann á verkinu og vonast er til að hægt verði að ljúka því fyrir 6 milljónir ... þetta er einn mesti brandari sem ég hef heyrt!

Hún hlýtur að vera stórbrotin saga þessa litla bæjarfélags í þau 1000 ár sem ritverk Gunnlaugs nær að "kovera", því ekki duga minna en 1000 bls.  Sem sagt ein síða fyrir hvert ár.

Maður hefur greinilega vanmetið Skagann dálítið ... og enn á þá eftir að skrifa um síðastliðin 200 ár ...

Hann hefur svo sannarlega dottið í lukkupottinn sá ágæti maður Gunnlaugur Haraldsson þegar hann samdi við Skagamennina ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband