Mánudagur 21. desember 2009

Hér heldur áfram að snjóa og fröken Guðrún heldur áfram að vera veik ...

Stúlkan sú arna hresstist lítið í dag ... hitinn meiri en í gær og fyrradag.  Slagaði hátt í 40°C.  Hitalækkandi stílar notaðir til að sporna við kerfið ofhitnaði.

Þeir virkuðu ágætlega og líkt og í gær, var sú stutta hin hressasta meðan virknin var í hámarki, en svo dapraðist hressleikinn í réttu hlutfalli við virkni lyfsins ... líkt og kom fram í færslu gærdagsins.

Eitt er það sem er mjög fyndið og hefur gerst oft en gerist æ oftar.  Guddan er að tala úr upp úr svefni ... sem er hreint stórkostlegt áheyrnar ...

Snemma í morgun sagði hún hátt og snjallt "datt" ... en það er aðalorðið og hefur verið aðalorðið síðustu 6 mánuði eða svo.  Í fyrrinótt sagði hún einnig "datt" upp úr svefni.  Það er greinilega margt sem er að detta þessar næturnar í draumaheiminum.

Auk þessa hefur hún sagt ýmislegt annað uppúr svefni, en flest af því er erfitt að hafa eftir ...

---

Af öðrum er svo sem allt gott að frétta ... eins og stundum áður hef ég verið að vinna í verkefninu mínum og þetta þokast áfram.

Sá mér til skelfingar nú fyrir stundu að líklega verð ég að kynna mér tölfræðilega sem kallast "bootstrap" og ég er engan veginn að fara að nenna því, enda búinn að dvelja töluvert lengi við Sobel-testið sem greindi frá hér á síðunni um daginn.

Annars er ég handviss um að það er betra að hætta að skrifa núna frekar en að fara út í frekari málalengingar varðandi þessi mál.

---

Lauga í stuði ... eftir vinnu hefur mestur hennar tími farið í að hjúkra blessuðu barninu.

Reyndar sótti hún pakka á pósthúsið.  Það voru gjafir og góðgæti frá Sauðárkróki ...

... við vorum ekkert mjög lengi að taka upp eina súkkulaðiplötu og einn lakkríspoka.  Lauga sagði að við mættum alls ekki klára þetta fyrir jól en svo hámaði hún lakkrísinn í sig, líkt og hún fengi greitt fyrir það.

Líklega hefur hún átt við að ég mætti ekki klára allt góðgætið fyrir jól!

En pakkinn var kærkominn!!  Takk, takk!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Æ er hún veik litla skinnið, alltaf leiðinlegt þegar börnin eru veik. Vonandi batnar henni nú fljótt.

Þóra (IP-tala skráð) 22.12.2009 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband