Föstudagur 18. desember 2009 - Spurning um viđhorf

"Máliđ er ađ gera mikiđ úr litlu hlutunum. Blása ţetta svolítiđ upp!

Af hverju ekki ađ hugsa: "Já nú er jól, ég ćtla ađ gera eitthvađ skemmtilegt úr ţví, já núna er 1. apríl hvađ get ég gert skemmtilegt úr ţví?"  Til hvers ađ vera ađ bölva jólunum og spyrja hvort ekki sé hćgt ađ halda ţau annađ hvert ár!"

Af hverju ekki ađ njóta ţess tíma og ţess stađar sem er núna ... af hverju ekki ađ kaupa jólatré og jólaskraut, ţó svo viđ ćtlum bara ađ vera hérna eitt ár og njóta ţess ađ nú erum viđ hérna í Svíţjóđ?  Ţessi tími kemur aldrei aftur. 

Af hverju ađ vera alltaf neita sér um ađ gera eitthvađ skemmtilegt og bíđa ţangađ til síđar?"

Svona einhvern veginn mćlti Lauga í seinnipartinn í dag ... tilefniđ var bloggfćrslan mín í gćr um jólahundinn ...

---

"Já hvers vegna ţetta "attitjúd"?" hugsađi ég.

---

Kveikt var á jólalögum međ Dean Martin.

Hitađ var óáfengt jólaglögg.

Ljósin í eldhúsinu voru dempuđ og kveikt var á jólakertum. 

Sjálfur settist ég niđur viđ eldhúsborđiđ og merkti alla pakka sem senda átti til Íslands.

Svo skrifađi ég nokkur jólakort.

Lauga sat hinum megin borđsins og viđ drukkum jólaglögg, hlustum á Dean Martin og spjölluđum viđ kertaljós, međan ég gekk frá pökkunum og kortunum.  Guddan lék sér fallega á međan, međ hest og svín. Veđriđ var kyrrt og jólasnjór yfir öllu.

Skemmtilegasti jólaundirbúningur sem ég hef lifađ ... ;)

---

Jólahundur hvađ??!

 
Útsýniđ út um eldhúsgluggann seinnipartinn ...

---

Ps. Jólapakkarnir eru komnir í póst ... munu ekki berast fyrir jól ... jólahundurinn sá til ţess!


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nú líst mér á ţig!! Svona á ađ gera ţetta!

Helga Guđrún (IP-tala skráđ) 20.12.2009 kl. 01:03

2 Smámynd: Páll Jakob Líndal

Já, já mađur tekur bara á ţessu ;)

Páll Jakob Líndal, 20.12.2009 kl. 23:06

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband